Áramót - 01.03.1908, Side 9
13
gjarnastur er í garð þeirra, er ólíkar skoðanir
hafa.
Skelfing virðast mér ritdómarnir flestir ó-
sanngjarnir. Er nokknrt íslenzkt blað, semdæm-
ir alveg óvilhalt? Ekki munu heið-
Ritdómar. virðir blaðamenn að sönnu dæma
vísvitandi ranglega um rit og bæk-
ur. En afstaða höfundarins við ritdómarann eða
„flokk“ hans veldur að miklu leyti dómsúrskurð-
inum. Svo smátt er vort íslenzka mannfélag, að
flestir þekkja þar aðra. Fara ritdómarnir oftast
eftir því, hverja viðkynning eða afspurn sá, sem
dæmir, hefir haft af viðkomanda. Samrímist
skoðun ritsins skoðun ritdómarans, er lokið lofs-
orði á það, mál og frágangur allur í bezta lagi og
höfundurinn sannleiksvinur og ritsnillingur. En
sé skoðanir ritgerðarinnar gagnstæðar skoðun
dómarans, er þar alt ómerkilegt talið og höfund-
urinn sagður þröngsýnn afturhaldsmaður.
1 dómarastöðu eru að jafnaði valdir þeir
menn, sem fyrst og fremst eru afburðamenn að
þekkingu. En svo þarf sá, er í dómarasæti á að
setja, að vera kunnur að því að vera öllum mönn-
um óháður og óvilhallur. Sömu eiginlegleikum
þurfa ritdómarar að vera gæddir. En ekki lítur
út fyrir, að þessu sé stranglega fylgt fram, þeg
ar um ritdómara er að ræða. Þar þykjast allir
fullfærir. Ekki tekur maður til greina skriffinn-
ana suma, sem ár og síð eru að vaða elginn í
hlöðunum hér vestra. Hitt má ekki líðast, að
merkustu tímarit þjóðar vorrar leiði í dómara-
sæti dálka sinna unga og óþroskaða oflátunga og