Jörð - 01.09.1947, Page 19
Sigurður Guðmundsson:
Frúin í Þverárdal
Jón Kaldal tók þessa ágætu mynd af „skóla-
ineistara" fyrir JÖRÐ til að hafa með þessari
grein um eina hina ágætustu íslenzkra kvenna
á 19. öld.
„Und was kein Verstand der Verstiindigen sieht,
das ubet in Einfalt ein kindlich Gemiit."
S c h i 11 e r.
„Og það, sem ei vitringa vit getur séð,
það vinnur í leyndum hið barnfróma geð."
Steingrímur Thorsteinsson þýddi.
I.
HJÁ því fer naumast, að nokkur reimleiki gerist í margra
roskinna eður aldraðra hugarfylgsnum. Svipir látinna
förunauta eru þar á sveimi, þeim bregður skjótlega fyrir, þeir
líða sem óljóst leiftur um hug, koma stundum og hverfa, að
kalla, í sama andartaki. . . . „Aasyn lyser blege og forsvinder
i M0rke,“ kveður danskt skáld, Kai Hofmann. Má heimfæra
slíkt upp á þessa minninga-reynslu. En slíkir svipir í minning-
um og dægurdraumum eru í ýmsu ólíkir svipum þjóðsagna,
hjátrúar og undarlegra fyrirburða, sem þrálátlega verður vart
og löngurn eru taldir til missýninga eður ofsjóna, hvort sem
slík flokkun er jafnan fullkomlega réttmæt, örugg á hlutlæga
vísu eður eigi. Slíkar rökkur-rúnir munu naumast vísindalega
ráðnar enn. Slíkum slæðingi eða undarleik fylgir einatt ónota-
kenndur hugblær, geigur, óhugur, sitthvað, sem bægir frá
fremur en laðar að. Annars konar hugblær fylgir þeim reim-
leika, sem eg hefi í huga og kalla má reimleika endurminning-
2 .
: