Jörð - 01.09.1947, Síða 21
JÖRÐ
19
seinustu öld og fram á vora líðandi daga þykja einkenna Hún-
vetninga. Sumir hinna gunnreifu og gunnfúsu hölda virtust í
aðra röndina trúaðir á kristilega vísu og í bókstaflegri merk-
rngu guðhræddir, óttast drottin sinn og efsta dóm. Kom slíkt
skýrt í ljós, er áfengur mjöður tók að svífa á þá, og það ruddist
ut, er inni fyrir bjó. Þeir virðast liafa verið hvorttveggja: kristi-
lega og veraldlega skapi famir. Hafa þeir án efa, sumir þessara
stórbokka, beðið innfjálglega og heitt fyrir sér, er þeir voru
gengnir í rekkjur og ljós öll voru slökkt, baðstofan öll var kol-
dimmt myrkur. Er skaði, að þá voru ekki uppi skáld og málarar,
sem festu í minni skap þeirra, svipi og andlitsrúnir, í litum og
línum og listrænni frásögu.
En af þessari sögu minni af sveitungum mínum og sýslung-
um má eigi leiða þá ályktun, að eintómir ofurkappsmenn og
ójafnaðarmenn hafi þá setið á húnvetnskum óðulum. Þar
kjuggn h'ka margir friðsemdarmenn, hlédrægir og hljóðlátir,
óðlingar og ljúfmenni, iþótt þeim væri fæstum gefið um að láta
Elut sinn, væru flestir þéttir fyrir, ef á þá var leitað. Og er eg
hygg að, þykir mér eftirtektai'vert, að sumum, sem aldrei ýttu
sjálfir sjálfum sér upp í trúnaðarsæti né upp að háborðum, var
samt komið þangað. Glöggvir menn hafa sagt mér, að slíks
dæmi hafi gerzt í sveitum, þar sem þeir voru kunnugir. (Eg bið
velvirðingar á þessum krók eður útúrdúr.)
Hins vegar eru þær konur fáar í sveit minni, sem að ráði
tolla mér í minni og muna, nema þær, er heima áttu á allra
næstu bæjum eða voru foreldrum mínum nákomnar. Þótt efn-
aðar væru — eftir því sem þá var kallað — ferðuðust sveitakonur
lítið á þeiin árum, höfðu sig lítið í frammi nema í búráðum
fyrir innan stokk eða við búrborð og hlóðarstein. En ein er
su grannkona mín á æsku-árum, er oft kemur mér í hug. Mér
þykir það einkennilegt, að slík efnakona og virðingakona undi
a^vi í hálf-gerðum afdal eða fjalladal. Slíkt er einkennilegt, ef
miðað er við það, sem þá var títt um, hvar ekkjur hásettra emb-
ættismanna bjuggu. Slíkt er þó enn einkennilegra, mér liggur
við að segja furðulegra, ef þess er gætt, hver dæmin gerast á
vorum dögum um bústaðakjör fyrirmannaekkna og fyrir-
kvenna, þá er hagur þeirra er svo ríflegur, að þær eru þar
2*