Jörð - 01.09.1947, Qupperneq 22
20
JÖRÐ
frjálsar í vali. Menn — d: þeir, sem fara ekki sljóvir og sofandi
yfir Lífsins dal, heldur taka eftir því, er merkilegt er og öðru
frábrugðið — hlutu að veita þessari kynstóru konu eftirtekt, af
hvaða bergi sem hún hefði verið brotin, í hvaða stöðu sem
hún hefði starfað, hvort sem hún hefði verið fjáð eða ófjáð.
Það er örðugt, að gleyma ásýnd hennar og yfirbragði, málrómi
hennar og orðalagi, sumum setningum hennar og orðum. Eg
sé og heyri hana enn fyrir mér jafn-skýrt og eg sé þær konur, er
eg ræði nú við í stofum inni eða á götum úti. Það vakir í minni
mér, að henni hafi á efri árum, ósjálfrátt, fylgt sólu roðinn
sunnudagsblær og viðhöfn, hvar sem hún kom eða var stödd.
Þessi gamla grannkona mín er frúin í Þverárdal, eins og hún
var kölluð í sveit sinni og mér er tamast að kalla hana enn í dag.
TT'RÚIN í Þverárdal, fremsta bæ í Laxárdal fremri, í Húna-
J- vatnssýslu, var frú Hildur Bjarnndóttir, „borin Thoraren-
serí', ekkja Bjarna Magnússonar, sýslumanns á Geitaskarði
(Geitisskarði) í Langadal, og dóttir Bjarna Thorarensens, amt-
manns og skálds.
Mér þykir eigi ólíklegt, að mörgum þyki fróðlegt að kynnast
dóttur hins mikla skálds, lesa frásagnir af framkomu hennar,
háttum og venjum, hversu hún varði frelsi sínu og næði, er
henni hlotnaðist í rökkri eða á aftni lífs síns. Eg bað því gamla
grannkonu hennar, er var gagnkunnug í Þverárdal á dvalar-
árum hennar þar, systur mína, Elisabetu Guðmundsdóttur,
húsfreyju á Gili í Svartárdal, að setja saman minningar sínar
um hana. Brást hún vel við og ritaði mér bréf um frú Hildi,
sagði frá háttum hennar og lýsti henni að nokkru. Kemur bréf
hennar hér orðrétt og hljóðar svo:
II.
Ú varst að biðja mig að segja þér eitthvað frá frú Hildi. Það vakti
x hjá mér Ijúfar minningar frá löngu liðnum dögum. Frú Hildur
gnæfði hátt yfir sinar samtíðarkonur hér í sveitinni. Hún var hin mesta
fríðleiks- og glæsikona, bar af öðrum í klæðaburði, háttprýði og kurteisi.
Fyrir þessa sveit var hún fjárhagsleg máttarstoð. Eg held, að eg fari rétt
með það, að útsvar hennar var allt af annað hæsta útsvar allra gjaldenda
sveitarinnar. En sá, sem hærri var, var Guðmundur (Klemenzson) í Ból-