Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 31
JÖRíj
29
sinnar í „Söguköflum" sínum. En hann ferðaðist þá um sum-
arið um landið með enskum kvekara og var túlkur hans. Kveðst
hann þá hafa farið víða um land, farið t. d. um Skaftafellssýslur,
°g hefir þá brugðið sér suður í Vestmannaeyjar, þótt hann
nefni slíkt eigi í minningum sínum. Var frú Hildur þá ný-gift
°g ný-orðin sýslumannsfrú þar — fyrir sunnan landsenda. Hefir
hin unga og fríða sýslumannsfrú enn verið lieilluð af skólapilt-
mum og bóndasyninum frá Skógum í Þorskafirði. Hefir lieim-
sókn hins unga skálds og fjör-funi hans verið hinni ungu brúði
gleði-gjafi og varma-gjafi. Hefir henni orðið nokkuð um skiln-
að þeirra þar í eyjum frammi. Svo hefir skáldinu fundizt, og
skáld eru næm, finna, hvað gerist í kringum sig. Takið eftir:
„Hvíslaði sprund, er steig að ströndu, 17
— stöfuðu brár af hlýju tári —:
„Hvenær munum aftur yndis-
eiga -fund sem þessa stundu?“ “
Og skáldið þylur áfram, tekur að rekja kjör vors hverfula
°g sí-breytilega lífs og kveður þá viturlega og skáldlega í senn:
„Breytin eru lífs vors læti,
líkust vindum fjallatinda;
hlutir skiptast æ hið ytra,1)
innra bæði liugur og minni.
Stundum deyr, en stöku tinda
stafar ljós úr minnis kafi“ o. s. frv.
Gizka má á, að þessi erfiljóð hafi skáldið, að minnsta kosti
með fram, ort fyrir tilmæli hinna ræktarsömu sona æskuvin-
konu sinnar (Páls Vídalíns, sýslumanns, og Brynjólfs frá Þverár-
daL er þá átti heima á .\k.ureyri).
En óbeðinn, af sjálfs sín hvöt, hefir hinn áttræði öldungur
ort annað kvæði, er hin hugumblíða æskudís varð loks að
"hneigja Elli“ og dauða. Þar lætur skáldið ljóðvekring sinn líða
þýtt á grátgljúpu skeiði um grænar grundir unaðssælla minn-
mga. Og hann hvíslar rækilega og sennilega að oss hinni fögru
astasögu þeirra vestur á hinum sviptigna Breiðafirði. Og kvæði
þetta, hið blíða, tregandi og spaklegt sumstaðar, lýtir yfirleitt
1) Leturbreytingin er skáldsins. - S. G.