Jörð - 01.09.1947, Qupperneq 45
JÖRÐ
43
meiri sálarfrið og hugarsælu í umhverfi sitt og utanverða menn-
mg? Hvorrar þeirra líferni var — að öðru jöfnu — merkara,
þeirrar, sem naut fjölskrúðugrar stórborgar-menningar, eða
hinnar, sem í fásinni, af hógværð og lítillæti sótti sálarfrið í
eigið hjarta, ól hugargleði sína á vinsamlegri viðbúð við heima-
fólk sonar síns og á hæversklegri iðju, er stunduð var af kven-
iegum næmleika og vandvirkni? Hér verður ekki freistað að
fjölyrða um þessa miklu og mikilvægu spurning. En margir veg-
ir liggja oft að sama stað eða sömu stöð. Og afla má sér lifandi
sálarfriðar bæði í fjölmenni og ifámenni, að svo miklu leyti sem
Ver dauðlegir menn fáum eignazt slíka hugar- eða hjartahnoss.
Nú á dög um virðumst vér allir sólgnir í fjölmennið og mann-
lífs-iðu bæja og borga. Vér flýjum frá sjálfum oss í hávaða og
l^eti múgsins — eða réttara — vér freistum að flýja þangað frá
sjalfum oss, sem þó aldrei tekst nema að nokkru. Bæirnir veita
sdellda tilbreytni, skemmtanir og í ýmsu meira öryggi, sem
er heróp og vígyrði vorra daga, kallara þeirra og há-talara.
En er mannkynið og menning þess þar að öllu leyti á réttri
leið? Er sliíkur flótti hreystilegur og karlmannlegur? Myndi
alvizkiunni — ef til væri handan við líf vort, aldir og rúm —
'era rennslið og rásin í hina miklu þyrping að öllu þókknan-
leg?
Danskt skáld, Axel Juel, kveður:
„Dejligst af alle Glæder
er Glæden for slet ingenting,
ikke for noget, Du kan eller vil,
Glæden for intet og. Glæden for alt,
Glæden: fordi Du er til."1)
Einhver rödd neðan úr hugarfylgsnum hvfslar því að mér, að
j*11 Hildur hafi verið stærri í bústaðakjöri sínu heldur en
1;ýndkona hennar, landshöfðingja-ekkjan. Var dóttir hins
nilkla skálds ekki sjálfri sér einhlítari, á sálræna vísu fremur
sjálfbjarga og sér nóg ein, hugumstærri, er hún treystist að
rýgja örlög sín í fábreyttri sveit, þjónar þar öðrum sjálfviljug-
ega og hljóðlátlega, afsalar sér því, sem sumum virðist veita
1) Sigurður Nordal vakti fyrstur eftirtekt mína á hinu diúpviturlega kvæði,
cr Þetta erindi er í.