Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 48
46
JÖRÐ
hennar og sparneytni. Vera má þó, að þar hafi nokkur áhrif
haft sú umhyggjusemi móðurástarinnar, sem mest vildi geyma
sonum sínum, miðla þeim sem mestum arfi. Hún varð í ekkju-
dómi sínum að annast uppeldi þeirra, standa straurn af náms-
kostnaði þeirra. Slíkt jók hina móðurlegu ábyrgðartilfinning.
í æsku hennar og raunar öll blómaár hennar var öldin lítilþæg,
4ólieimtufrek. Frú Hildur var samt fjölskrúðugri húsbúnaði
vön en hún bjó við í Þverádal. Fundust henni óþægindi að
þægindum og hægindum, mörgum Iiúsgögnum og munurn
(sem lítill kostur var á um hennar daga)? Átti hið óbrotna líf-
erni liennar rót að rekja til þess, að hún las all-mjög guðsorða-
bækur? Sannaðist á henni, að vér menntumst meir á að lesa
eina bók vel en hundrað illa? Runnu kristilegar kenningar
henni í merg og bein, voru þær liifandi afl í sálu hennar og ráði?
Eða hafði þessi trúrækna kona, sem eigi sýndist heimspekilega
vaxin, á reynslu- og raunastund, sem hún áreiðanlega hefir lifað
margar, skynjað tröllskap lífsins, blekkingar þess og sjónhverf-
ingar? Fann hún, hversu kyrrlætislíf, einfalt og óbrotið, á sér
mörg verðmæti, og hversu vér mennirnir getum prýðilega
komizt af án margs og margs, er vér eltum, stritum fyrir og
stríðum, lmeppum sjálfir sjálfa oss í þrældóm í þeirri sókn,
fyllumst öfund og illúð, er seint sækist sigurinn eða hann
gengur úr greipum oss?
Frúin í Þverárdal elti ekki gæfuna. Sökum þess, með fram,
settist hamingjan — o: lifandi hugarró, hugargleði og sálarfriður
— að í hjarta hennar og þeli, eins og kristnir spekingar myndu
orða slíkt. Hún fór með eigur sínar sem hún ætti þær ekki ein,
heldur eins og lienni væri trúað fyrir þeim og aðrir ættu einnig
þeirra að njóta, ekki eingöngu synir hennar og erfingjar. Þær
ættu einnig að verða öðrum að liði og hjálp. Eg segi ekki, að
henni hafi fundizt slíkt, heldur hitt, að það er eins og henni
hafi á stundum fundizt slíkt. Hún vanrækti ekki jarðnesk efni
sökum hinna svokölluðu himnesku fjársjóða. Hún vanrækti
ekki heldur himnesk rök sökum jarðneskra greina og jarð-
nesks auðs.