Jörð - 01.09.1947, Síða 58
56
JÖRÐ
skapar fögnuð. í Ijósinu vaknar allt líf, en aðeins hjá því finn
ég friðinn. Þegar hlátrarnir óma, gleðin geislar og Ijósin eða
sólskinið er svo bjart, að það er eins og hvítgullinn ljómi leiki
um allt og alla, — þá get ég sofnað.--
Og þarna stóðum við nú tvö þetta kvöld bak við bláar rúður,
— en fótatak mannanna niðaði að baki okkar í dauflýstum
stígum og göngum. — Og það var vetur. Og það var kuldi og
myrkur fyrir utan bláa gluggann, þar sem tvær litlar Ijóssálir
mættust, — tvær barnssálir er þráðu ljós og yl. Og þú hjalaðir
svo látlaust og barnsfega um sóldraumana þína, eins og þú vær-
ir að reyna að gefa hinni barnssálinni, sem kvaldist í sínu eigin
myrkri og skalf í næðingum síns eigin lífs, — værir að reyna að
gefa henni ofurlítið af Ijósi og yl. Kannski óafvitandi, bara sam-
kvæmt innsta eðli hverrar sálar, því að láta líf sitt blæða út ti!
að styrkja önnur einstaklingslíf — aðrar sálir, og gefa þeim nýj-
an þrótt----eins og streymandi lindin gefur moldinni líf sitt,
— líf sem svo heldur áfram að streyma, — óafvitandi, — í grænu
grasinu, — í litskrúði blómanna, og í angan ilmjurtanna.----
Kannski hefur þú nú gleymt þessum augnablikum. En, guð
minn góður, hvers virði heldurðu að þau hafi verið mér þá? Ég
átti oft bágt þenna vetur. Kannski var ég ekkert nema deyjandi
sál, sem kvaldist friðlaus af þrá eftir ljósinu og ylnum. Kvíð-
andi, angruð og sjúk sál, sem hefði getað grátið af þakklátssemi
og fögnuði fyrir hvern hlýjan smágeisla frá innstu og tærustu
uppsprettu annarrar mannssálar.
Og þessi fáu augnablik við gluggann blámyrkvaðan, eru
björtustu augnablikin mín frá þeim vetri, — þó að dimman og
kuldinn og dauðahvítur snjórinn grúfði þá yfir Jörðinni fyrir
utan gluggann blámyrkvaða. Og þó allur geimurinn, sem við
okkur blasti — væri þá fylltur af kulda, myrkri og dauða, stóðu
þarna tvær litlar, kvíðandi barnssálir og hjöluðu látlaust og
innilega um það, hvað þeim þætti vænt um ljósið. —
Og síðan hefur þú lieitið „litli vinur“ í hug mínum, og síðan
hefur líka spunnist þáttur úr hugsunum mínum, sem þér hefur
verið tengdur, — hárfínn en óslítandi hvítur þráður, — gullin-
hvítur, ofinn úr Ijósi og yl við bláan gluggann þenna kalda
vetur. —