Jörð - 01.09.1947, Page 65
JÖRÐ
63
þrátt fyir allt. Það er nú líka pínulítið annað að senda því
ósköp lítinn og elskulegan fiðrildiskoss, úr órafjarlægð, rétt á
meðan það var að deyja, — heldur en að rjúka í að fara að gift-
ast því.
Og þess vegna hefur líklega haustið brosað svona bjart og
h]ýtt, að það hefur séð til þess á leiðinni, rétt áður en það lok-
aði augunum. — Já, ég er nú bara alveg viss um það, — hvað
sem aðrir segja.
Þetta var svo hlýtt og gott og fallegt sumar.----------
V.
TxÚ SÉRÐ nú að það muni vera meira en svolítið löng öll sag-
an um sumarið og allt ævintýrið um haustið, sem ekki fékk
að eiga það, — þegar þetta er nú bara bláendirinn á seinnipart-
inum. —
Og svo byrjaði náttúrlega nýtt ævintýri, þegar haustið dó; —
ævintýrið um það hvernig fór fyrir sumrinu, þegar ekkert haust
var lengur til. Því þegar ekkert haust var til, gat það auðvitað
haldið áfram að strá um sig sólskini og dansa í blíðunni milli
blómarunnanna, sem héldu áfram að spretta, svo langt sem aug-
að eygði. Alveg þangað til, að veturinn allt í einu stökk ofan úr
skýjunum, brynjaður grástáli frá hvirfli til ilja, og mjallahvíta
skikkjan hans sópaði allan geiminn.
En það er nú önnur saga og hún er líka löng. — En ég skal
segja þér nokkuð, Ljóshvít min, — það er líka falleg saga, —
kannski fallegasta sagan, og það þó veturinn kæmi nú þarna,
svona stór og hremmilegur og öllum á óvart. — Já, og hún fer
líka vel.
Þú getur nú líka hugsað þér, hvaða vit væri í því að láta ævin-
týrið um fallega sumarið enda illa.
Nei, svoleiðis saga endar aldrei illa og nú skal ég aftur segja
þér nokkuð. Það endar ekkert itla. — Einhvern tima verður
allt gott, — allt fallegt og bjart.
Það er nefnilega það.
Og auðvitað er það ljósið, okkar, — hlýjan og birtan, — sem
sér um það. Meira að segja hver einasti lítill, villtur geisli;