Jörð - 01.09.1947, Side 66
64
JÖRÐ
meira að segja tvö agnarsmá ljósblik, sem bíða við bláar rúður,
tvær glitrandi agnir, sem þrá heim til sín, inn í Ijósið, — út í
ljósið, — heim í ljósið, — nreira að segja þær gera sitt til að auka
hið stóra lífsflóð ljóssins og hjálpa til að reka burtu allt myrkur
og allan kulda á endanum, — annars væru þau ekki tvö ljósblik.
— Það er ráðningin. — I>ví vegna þess, að þau eiga ávallt, hvar
sem þau eru, sitt hlutverk, sitt starf í hinu mikla stríði ljóssins
við að reka burt úr heiminum og öllum veröldum, allt sem er
svart og ljótt, allt sem er kalt og grimmt, — vegna þess eru þau
til, vegna þess blika þau í gegnum hvaða myrkur sem er — allt
myrkur í heiminum gæti ekki slökkt þær. Þess vegna eru þau
tvær sálir, tvær logabjartar, örsmáar barnssálir og þess vegna
streymir líf frá þeim, lifandi og hlýtt, til alls og allra, — af því
þær eru tvö ósköp pínulítil geisiabrot frá ljósinu mikla.---------
VI.
F EINHVER annar, en hún Ljóshvít í Geislabæ, — hún
-Li „litli vinur“ eða „litli félagi“, ætti að lesa þetta langa bréf,
þá mundi honum finnast það leiðinlegt og lengra en langt, —
og kannski finndist sumum allt þetta skraf um ljósið og lífið
eins og „langavitleysa", — eða að minnsta kosti eins og hálfgerð
gáta, sem engin ráðning væri á.-----
En fyrir hana Ljóshvít í Geislabæ, hvar sem hún kann nú að
vera og hvar sem þetta bréf nær henni, á ekki að vera til nein
gáta í þessu bréfi. Hún hlýtur að skilja það, ef það er sú rétta
Ljóshvít í Geislabæ. Því hún skilur ævinlega allt, sem langar
til Ijóssins, og allt sem elskar ljósið. Og hún Ljóshvít 'litla hefur
nú ævinlega reynt að skilja allt; það er ltennar innsta ljóseðli.
Því hún veit, að sá sem skilur allt, verður öllum svo góður í
hjarta sínu. —
Allt, sem maður skilur, fer manni að þykja vænt um. Mundu
það, „litli félagi“, — og aðeins meðan maður reynir að skilja,
getur maður lieitið Ljóshvít og Ljósvin. — Og þau vita, að allt
sem maður skilur fullkomlega, — ekki eins og maður kannski
vill skil ja, — eða eins og fólkið ætlast til að maður skilji, — held-
ur eins og það er og eins hvernig þess eigin viðhorf eru, — allt
sem maður skilur þannig, — leysist upp i fegurð og ljós, — verð-