Jörð - 01.09.1947, Side 67
JÖRÐ
65
Ur að auknu geis'lamagni í litlu ljósbrotasá'lunum okkar. - En
allt það, sem litla ljóssá'lin okkar stendur frammi fyrir, hikandi
°g kvíðin, — það leynir einhvers staðar svörtum, ljótum
skugga, með voðalega djúpan vasa fullan af dauðans kulda. —
Og sko, — það er því.enginn vandi að vita, hvenær maður hef-
ur skilið eða ekki skilið. Því þegar litla, hvíta barnssálin okkar
er viss, fagnandi örugg og ekki hinn minnsti kvíðaskuggi úr
efamyrkrinu vogar sér að hvarfla þar að, — þá fyrst hefur mað-
Ur skilið eitthvað alveg og skilið það rétt, — hvað sem það er. —
En ekki fyrr, — aldrei fyrr.
Og af því það er svo óttalega margt, sem litlar ljóssálir eiga
enga von um að fá að skilja ennþá, — verða þær að muna þetta,
— muna, að meðan þær eru ekki Ijómandi af gleði skilningsins,
~ því skilningur, sem er hryggur eða reiður, er rangur, — á
meðan þær sjá ekki vel út um bláar rúður og eru kvíðnar, — þá
hafa þær ekki öðlast hamingjuna í því að skilja þetta eða hitt,
sem hugur þess glímdi við. Og það þarf ekki að vera þeirra sök,
því ennþá er svo hræðilega mikið af myrkri, sem læðist um
Jörðina, sem leynir svo mörgu, sem maður þyrfti að sjá til að
skilja rétt, en sem líklega sést ekki fyrr en öllu myrkri og öllum
kulda er útrýmt. Og það verður einhvern tíma, því alltaf er
myrkriðá flótta.
Og eitt máttu til með að muna, — að ekkert sem tilheyrir
Ijósinu glatast eða getur glatast. — En, það getur ve'l verið, að
eitthvað geti tafið fyrir hinu hvíta, bjarmandi flóði á sigurför
þess, og öllum litlu, blikandi ögnunum, sem sindra út frá því, —
ef þær lenda, þó ekki sé nema stund og stund, í helköldum
bramm einhvers skuggans. — Því, þú getur nú bara ímyndað
þer, hvílík ógrynni af ljósi, lífi og yl svona lítil ögn getur búið
yfir, — þar sem allt myrkur í heiminum, allur kuldi í heimin-
um getur aldrei yfirbugað hana, þó það geti skyggt fyrir útgeisl-
au hennar, og tafið fyrir hlutverki hennar í stríði ljóssins.
VII.
OG SVO er bezt ég endi þetta bréf með því að segja þér dálít-
ið skrítið og satt. — Ég hef aldrei skrifað nokkurri mann-
eskju svona bréf, — ekki þetta bréf heldur! — Því þó það sé nú