Jörð - 01.09.1947, Page 68
66
JÖRÐ
frá honum Ljósvin til hennar Ljóshvítar, eins og ég sagði áðan,
— þá erum við, þú og ég og Dóra, — við erum, sko, ekki svona
venjulegar manneskjur! — Ekki svona þetta skrítna, sem labbar
um á afturfótunum og dinglar framfótunum og allt svoleiðis.
Þetta er ekki bréf, sem þess háttar kringilegheit lesa og skrifa,
— nei, svona bréf skilja ekki aðrir en litlu ljósleitendurnir, eins
og ég sagði áðan, og engum öðrum kæmi til hugar að skrifa
þau.
En þeir eru nú 'lifandi skelfing margir, þessir ljóshnoðrar, —
blikagnirnar, — þó þeim gangi svo illa að finna hver annan,
að langflestir þeirra halda að þeir séu aleinir í dimmunni, og
ekkert ljós sé jafnvel lengur til.
Þessir litlu, blikandi ljóshnoðrar eru að gráta í skuggunum
víðs vegar, — gráta, heitt og sárt langar nætur alls staðar í
Steindór Sigurðsson hefur lengi verið kunnur rithöfundur, þó ei sé
nema 47 <lra að aldri. Það, sem eftirtektarverðast er við hann sem höf-
und, er það, að öðru hvoru tekur hann sig (il og gerist snillingur. Og
það er eimnitt það, sem gerist í „Ævintýrabréfinu"; III. og IV. kafli þess
eru hrcin snilld. En allt er það fagurt og frumlegt, ha-ði að hugsun og
framsetningu.
Helztu ritstörf: „Skóhljóð“ (Ijóð) 1930. — „fsl. úrvalsstökur",
I. og II., val nteð allítarlegri ritgerð um stökur i hvoru hefti, 1934 og
1939. — „Háborg Islenzkrar menningar“, 1936. — „Við lifutn eitt sumar“
(ljóð) 1941. — „Meðal nianna og dýra“ (sögur) 1913; þar af hlaut síðasta
sagan, „Laun dyggðarinnar", eins konar vcrðlaun við úthlutun skálda-
styrkja hjá úthlutunarnefnd rithöfundafélagsins það ár. — Þýðing á
skáldsöigu Jóh. Bojers: „Síðasti víkingurinn“, 1944. — „Mansöngvar og
rninningar," (ljóð) 1945. — „Kvæðabókin okkar“ (söngljóð fyrir börn)
1946. — „Einn helsingi“ (ritgerðasafn) 1946. — Þýðing á endurminninga-
þáttuin Jack Londons: „Flækingar“, 1947.
Auk þessa svo nokkur smærri ljóðakver og nokkur smárit ýmislegs efn-
is. Þá og nokkrar langar ritgerðir í tímaritum, og fjöldi blaðagreina
utanlands og innan. Dvaldi langvistum erlendis, öðru hvoru, á tímabil-
inu 1920—1934. í Noregi aðallega eftir 1930; skrifaði þar allmikið í norsk
blöð og tímarit um skeið.
Steindór Sigurðsson segist einnig hafa skrifað allmikið undir ýmsum
dulnefnum, — sögur, ljóð, — gamanbæklinga og flugrit margs konar, —
en þó verið e i g n a ð ranglega flcira af Jjví tagi.