Jörð - 01.09.1947, Síða 72
70
JÖRÐ
fór svo yfirleitt þessum innflytjendum þannig — eins og líka
enskum og skozkum nýbyggjum, þótt ekki væru skyldir eða
tengdir hinum elztu ættum enskra innflytjenda — að þeir til-
einkuðu sér þann menningarlega mælikvarða, sem afkomendur
púrítananna og venzlamenn þeirra höfðu í heiðri — og vildu
svo gjarnan láta lita á sig, margir hverjir, sem væru þeir eins
konar lágaðall, en litu á fólkið af hinum gömlu ættum sem há-
aðal — enda jókst mjög virðing, liróður og vald þessara ætta eft-
ir þrælastríðið, því að bæði stóð af þeim hugsjóna- og mannást-
arljómi, og svo hafði þá stórum hnignað hinum lífsglöðu og
blóðheitu stórbænclaættum Suðurríkjanna, en þær höfðu ekki
aðeins verið tortryggilegar að ýmsu á sviði f jármála- og atvinnu-
lífsins, heldur engu síður uggvænlegar vegnamenningarsinnar,
sem var, þrátt fyrir fastheldni þessara ætta við þrælahaldið, að
ýmsu mótuð meira víðsýni, meira umburðarlyndi og um fram
allt meiri glæsileik að flestu leyti.
Af öllu þessu ætti það hvort tveggja að verða jafnljóst, hvers
vegna fulltrúar enskrar menningarhefðar höfðu lengi vel svo að
segja öll völd í menningarmálum Bandaríkjanna — og hvernig
á því 'Stóð, að þessir fulltrúar voru um sumt þröngsýnni og aft-
urhaldssamari en samtímamenn þeirra í Bretiandi.
Hin enska menningarhefð hafði áhrif bæði á form og efni
bókmenntanna. Henni fylgdi fastheldni á form og málfar, sem
hvorugt þótti samboðið siðmenntuðum mönnum, ef þar var
ekki fetað í fótspor viðurkenndra stórskálda — og þá sér í lagi
enskra, en einkum vakti það hneyksli, ef skáldin notuðu gróf-
yrði, jafnvel þó að þau væru lögð í munn því fólki, sem skáld-
ritið fjallaði um. Um efnið var höfundunum ærinn vandi á
höndum, því að hvort tveggja skipti miklu máli, hvert efnið var
og hver voru viðhorfin gagnvart því. Auðvitað máttu skáldin
ekki fjalla um kynferðismál, en liins vegar um ástir, og munu
flestir átta sig á því, að markalínan getur varla hafa verið svo
glögg, að skáld ástanna gætu ekki lent yfir hana — beinlínis í
ógáti — og yfir á bannsvæði. Loks skal það tekið fram, að ef
skáldsagnahöf. lét falla orð eða setningu, sem þótti skírskota of
bert ti'l einhvers á sviði kynferðislífsins, þá mátti hann búast við
banni, þó að bók hans fjallaði annars alls ekki um kynferðismál