Jörð - 01.09.1947, Side 84
82
JÖRÐ
orðinn mótaður sem skáld fyrir styrjaldarlok, og því er yfir
bókum lians allt annar blær en skáldskap þeirra, sem fram
komu eftir styrjöldina. Lewis rýndi ekki eins mikið í eigin
barm og ifjöldi þeirra ritliö'funda, sem á eftir kornu, því að
jafnvel þá er þeir létust ekki skrifa um sjálfa sig, voru það þó
fyrst og fremst peir og tilveran, sem þeir létu sig varða — oft í
bókunum drjúgur skerfur af sjálfsmeðaumkun og henni jafn-
vel væminni, undir nokkurs konar sýndarskel hörku og kæru-
leysis. En bækur Lewis hafa, svo sem bækur Sherwood Ander-
sons, haft mjög mikið gildi fyrir ýmsa þá, sem seinna hafa
komið fram í bókmenntum Bandaríkjanna, og þær hafa líka
verið ýmsum af hinum yngri skáldum Evrópu mikils virði.
Lewis tók fyrir til nákvæ.mrar athugunar eitt og eitt beð í garði
amerísks þjóðlífs, benti þar svo rækilega á illgresið, að illt var
að láta bendingar lians afskiptalausar. Ástalífið hefur aldrei
verið mjög áberandi þáttur í skáldskap hans, en hann sýndi
fram á, hvernig harðstjóri viðurkennds velsæmis og ýmsra
annarra þjóðfélagsafla tók fyrir möguleika manna til náttúrlegs
þroska og sjálfstæðis og lokaði um leið hliðinu að garði ham-
ingjunnar. í stíl sinn náði Lewis hrynjandi, sem ber blæ af hinu
fjölbreytilega, iðandi og tröllslega framkvæmda- og atvinnulífi
Bandaríkjanna, fékk og í blæbrigðum stílsins túlkað státnina,
en einnig áhugann og framtakið. Og hve svart sem liann málar,
hve ömurlegar sem lýsingar lrans eru — eins og t. d. í Main
Street — Aðalstræti —, hve hrollvekjandi, svo sem í It Can Not
Happen Here — Hér getur þetta ekki komið fyrir —, þá verkar
hann ekki neikvætt. Hann veit, að hann er ekki að lýsa örvona
og dæmdri kynslóð, heldur lítt þroskaðri á mörgum sviðum,
þrátt fyrir líkamsheilbrigði, státni og sýndarmenntun, svo lítt
þroskaðri og önnum kafinni við hið ytra, sem liefur verið að
skapazt í höndunum á henni, að hún gefur sér ekki tíma til
aðsinna hinu innra, ekki einu sinni til að staldra við og spyrja:
Er þetta hamingjan? Er þetta það, sem okkur er ætlað? Sinclair
Lewis skilur þessar manneskjur, framkomu þeirra og þá van-
kanta, sem á henni eru — og þau samfélagsleg fyrirbrigði, sem
þessu fylgja. Við skulum taka til dæmis tómleikann í samkvæm-
islífinu, andleysið og sjálfsánægjuna þar. Sinclair Lewis veit,