Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 86
84
JÖRÐ
verulega væri fram að fara — og ennfremur hverjar afleiðing-
arnar yrðu fyrir allan þorra manna í hinu mikla og volduga
ríki.
Þegar heimsstyrjöldin fyrri var hafin, var það ásetningur
flestra hinna ráðandi manna í Bandaríkjunum, að sporna gegn
því svo sem þeir mættu, að þetta þá þegar volduga ríki hefði af
henni nokkur afskipti, enda fyrir því gömul samþykkt, að
Bandaríkin skiptu sér ekki af deilumálum í öðrum heimsálfum.
En sú varð þó raunin, að Bandaríkjamenn fóru í styrjöldina
og réðu þar úrslitum. Þegar verið var að fá menn til þess að
ganga í herinn, var mikið um það talað og skrifað, að þeir
færu á vígvelli Evrópu til þess að berjast hetjubaráttu fyrir
sigri mannúðar og menningar gegn grimmd og villimennsku,
og að sigri fengnum skyldi svo um hnútana búið, að Fróða-
friður ríkti um veröld alla — þetta skyldi verða seinasta styrj-
öldin, sem háð væri í heiminum.
En það voru bitrir og svartsýnir menn, sem heim komu úr
styrjöldinni. Sumir voru afskræmdir eða limlestir líkamlega,
sumir veiklaðir á taugum — en allir andlega öðruvísi en þeir
höfðu farið. Þeir höfðu séð hina hörmulegu niðurlægingu
hinnar gömlu og áður mikilsvirtu Evrópu, og þeir höfðu kom-
izt að raun um, hvað í manneskjunni býr af ógnaröflum, vissu,
hvernig hún gat orðið. Einmitt þess vegna voru þeir sér þess
líka meðvitandi, að aftur mundi koma stríð. Og margur spurði
sjálfan sig: Borgar það sig einu sinni að fara að læra, já, jafnvel:
fara að vinna? Þetta var eins og að koma úr árangurslausri
dauðaieið að réttlæti og kærleika, leit, sem farið hefði verið í
með hjartað fuilt af glæstum vonum, göfugri trú og með bjarta
Betlehemsstjörnu að leiðarljósi, en komið úr í kolsvarta myrkri,
að morgni dags, eftir að hafa barizt gegnum þyrnigerði og fenja-
skóg, fullan af eitruðum ormum og pöddum — og ekki þar
með búið: komið með þá vissu í hugskoti sínu, að leitin hefði
verið árangurslaus, af því að það, sem leitað hefði verið að,
hefði aldrei verið til — og að búast mætti við köllun í slíka leit
á ný á hverri stundu!
Vert er þá líka að geta þess, að menn voru þarna vestra, sem