Jörð - 01.09.1947, Page 95
JÖRÐ
93
hefur verið bannað. Félagi hans er tengdur honum böndum
þeirrar tilhneigingar að styðja þann, sem ekki er sjálfum sér
nógur, vera þeim handleiðsla og vernd, sem getur farið öðrum
— og um leið sjálfum sér — að voða í algerri blindni. Svo skýtur
hann þá vin sinn, þegar hann hefur orðið manni að bana, — er
heldur ekkert annað að gera. . . .! Hvað svo? Hvort er ekki
mörgum af meðbræðum okkar í veröldinni þannig farið, já,
jafnvel heilum þjóðum, meira að segja kynþáttum, að þeir
standi á svipuðu stigi samanbornir við sæmilega þroskaða og
þjóðfélagslega ábyrga rnenn — eins og Lennie í hlutfalli við
George? Og er þá ekki allt okkar mannbóta- og menningar-
starf vonlaust, nema við finnurn hjá okkur hvöt og skyldu til
að fara að eins og George, finnum okkur eiga að gæta þeirra
bræðra okkar, sem þess eru þurfandi, reynum að veita þeim
forsjá og það uppeldi, sem þeim er unnt að tileinka sér, vernda
þá frá voða og þá ekki síður frá því ömurlega hlutskipti að
verða öðrum að meini. En þegar raunin verður samt sem áður
sú um ýmsa þeirra, að ekki tekst að koma í vegfyrir, að þeir búi
öðrum hamingjutjón eða valdi þeim jafnvel aldurtila, þá verð-
ur að sjá svo um, að það geti ekki endurtekið sig, og jafnt þó
að svo rotinn fulltrúi hins lögbundna réttarþjóðfélags sem
kvensniftin í Mýs og menn eigi í hlut — og þrátt fyrir það, þótt
sá, sem mein er unnið, eigi nokkra sök á verknaðinum. Tak-
niiirk, sem ekki leyfist yfir að stíga, verða að vera til. . . . í
Þrúgum reiðinnar, sem mér virðist vera, þegar á allt er litið,
ein hin álirifamesta og stórbrotnasta skáldsaga, sem ég hef
lesið, er okkur leidd svo ógleymanlega fyrir sjónir sú hjálpsemi,
sú miskunnsemi og sú dásamlega fórnfýsi, sem manneðlið er
gætt — og nýtur sín allt að dauðans dyrum — að þrátt íyrir allt
það bitra raunsæi, sem fram kemur í sögunni, allt það ranglæti,
sem höfundurinn leiðir í ljós, alla þá kvöl og hörmung, sem
þar verður hlutskipti saklausra og vinnusamra manna, er ekki
neitt um það að villast, hvert skáldið vísar veginn í framtíð-
inni.
Og að lokum:
hrátt fyrir mikil og margvísleg víxlspor, fálm og barnabrek,
þrátt fyrir ýkjur, státni og „selst sem gull“, eru það skáld