Jörð - 01.09.1947, Page 97
Guðmundur Gíslason Hagalin:
Bókabálkur
Guðinundur Gíslason Hagalín cr mikill sagnahöfundur — sein smá-
sagnahöfundur og ævisagnahöfundur stendur varla nokkur fslendingur
honum framar. Þetta vita allir. Hinu hefir e. t. v. tæplega verið tekið
eins vel eftir, að á sviði bókmenntagagnrýni stendur heldur enginn ís-
lendingur honurn framar, þeirra, sem skrifað hafa fyrir almenning um
þau efni. JÖRÐ er það því mikil ánægja, að geta nú haldið áfram að
birta umsagnir Hagalíns um nýlega útkomin verk á sviði íslenzkra bók-
mennta.
^jÚ ERU liðin tvö ár, síðan ég skrifaði í JÖRÐ um bækur,
-k 1 sem gefnar eru út á íslandi, og þá hallaði ég mér ein-
göngu að þeim bókum, sem kornu út á árinu 1944. En svo
margt hefur verið prentað frá 1944 til þessa dags, að þó að ég
verði hér stuttorður um hvert ritverk og hverja einstaka bók,
þá sé óg mér ekki fært að minnast á öll þau rit, sem ef til vill
öefði þó verið ástæða til að fara um nokkrum orðum — fyrir
einhverra hluta sakir. Ég mun fjalla að þessu sinni einungis
Um heildarútgáfur og einn bókaflokk.
Heildarútgáfur.
Ritsafn Jóns Trausta. Útgáfunni á Ritsafni Jóns Trausta er
nu lokið, Hefur safnið orðið alls átta hindi, og eru hindin öll
mjög stór. Þarna eru allar skáldsögur hins rnerka og fjölhæfa
höfundar, öll merkustu kvæðin, leikrit þau, er hann skrifaði,
°g auk þess ferðasögur og greinar um ýmis efni, en þó eink-
Um þær, sem fjalla um hækur og leiklist. Safn þetta er hið
'berkilegasta; mikill munur að geta þarna gripið til hvers sem
mann lystir af því margvíslega, er liggur eftir hinn mikilvirka
ööfund — eða að þurfa að fara í bókasöfn til athugunar á hverju
smáræði. Skáldsögur Jóns Trausta hafa mikiinn fjársjóð að
geyma. Þær eru misjafnar að listrænu og skáldlegu gildi, en