Jörð - 01.09.1947, Qupperneq 100
98
JÖRÐ
við fossa jafnt fyrir það, þó að á sögunni séu ýmsir áberandi
gallar. Skáldið segir svo um það verk sitt:
„Mér var lieitt um hjartarætur, þegar ég skrifaði þessa
sögu.“
Og síðar í sömu umsögn:
„Uppkastið var mánaðarverk, — þó með öðrum störfum, —
ég hafði hvorki fró né frið, fyrr en það var húið. Tími og efni
leyfðu mér aldrei að ,fága málið né rýna eftir göllunum."
Og sagan er svo heit, svo þrungiri hrífandi samúð og gagn-
takandi sársauka, að það er mjög vafasamt, hvort hún hefði
unnið við það, að skáldið hefði legið yfir henni og farið um
liana liöndum kaldrar gagnrýni. Og víst vakti hún ólgu á sinni
tíð — og víst er liún svo mannleg og djúptæk, að hún mun lifa,
þó að hún beri þess ærin merki, að hún sé barn síns tíma.
Bláskógar. ísafoldarprenIsmiðja h.f. hefur gefið út öM ljóð
Jóns heitins Magnússonar í fjórum frekar litlum bindum. sam-
tals um 730—40 blaðsíður. Safnið ber heiti fyrstu ljóðabókar
Jóns. Er útgáfan íburðarlaus, en snotur og viðkunnanleg. Þarna
eru kvæði Jóns, sem áður liöfðu birzt í Bláskógum, Hjörðum,
Flúðum og Birni á R-eyðarfelli — en auk þess ljóðasafn, sem
skáldið mun hafa haft nokkurn veginn fullbúið til prentunar
og hafði valið nafnið Jörðin grœn. Þá er þarna nýr bálkur,
sem heitir Vinarkveðjur, og loks ljóðaflokkur, sem skáldið
nefndi Páll i Svinadal. Vel er, að þau hafa verið ge-fin út, þessi
kvæði. Þau eru málfögur og fáguð að rími, og þau eru boðberi
flestra þeirra kosta, sem mann mega prýða. Jón Magnússon
var unnandi fegurðar, vors og sólar, grózku og gróðrar, tryggð-
ar og karlmennsku, og hann bar í brjósti lreita samúð með
með öllu, sem hrjáð var og Iirakið, og átti í ríkum mæli þá
sannleiksást og réttlætistilfinningu, sem til þess þarf að eira
ekki, hver sem í hlut á, lygð eða ranglæti — Itvað þá níðings-
hætti, og Ijóð Jóns eru jafnsannur spegill mannkosta hans sem
skáldgáfu. Ekki fylgir útgáfunni nein ritgerð um Jón eða
skáldskap hans.
Ljóðmæli Stefáns frá Hvítadal gaf Helgafell út í einu bindi
árið 1945, oger útgáfan öll hin prýðilegasta, nema hvað nokkuð