Jörð - 01.09.1947, Síða 103
JÖRÐ
101
augljóst, að útgáfa þessi yrði lítt við hæfi alniennings — og
þótti mér það illt, að hún var svo dýr og fyrirferðarmikil, því
að mér leizt vel á efnisvalið. En nú er komið út í einu bindi,
prentað á þunnan en góðan pappír og í viðráðanlegu broti,
allt það, sem er í stríðsgróðaútgáfunni. Þá eru og í þessari allar
sömu myndskreytingar og í hinni — nema litmyndirnar, sem
eru eftirmyndir af málverkum, er Jón Engilberts, listmálari,
liefur gert. Með þessari útgáfu er almenningi gefinn kostur á að
kynnast í rauninni öllu því, sem eftir snillinginn liggur og
rnáli varðar frá sjónarmiði annarra en sérfræðinga í bókmennta-
sögu eða náttúruvísindum. T.ómas Guðmundsson skáld hefur
valið efni í þessa útgáfu og skrifað formála og grein um Jónas
og skáldskap hans. Sú grein er vel samin og vel skrifuð, en
Matthías Þórðarson, prófessor og þjóðminjavörður, hafði lagt
iram í hinni löngu ritgerð sinni um Jónas ýtarlegar heimildir
oni ævi lvans og skáldskap.
Ritsafn Ólafar Sigurðardóttur Ifrá Hlöðum. Þá gaf og Helga-
fell út ritsafn Ólafar frá Hlöðum. Safnið er eitt bindi, og
er mjög vel frá útgáfunni gengið. Séra Jón Auðuns skrifar
nm Ólöfu, og er ritgerð hans, þótt ekki sé hún löng, miklum
niun merkari en gerist og gengur um slíkar ritgerðir. Séra Jón
fer sem sé alls ekki í felur með nein sérkenni hinnar gáfuðu og
emkennilegu skáldkonu, heldur leitast við að gera grein fyrir
þeim og segja frá án yfirdrepsskapar og hógómlegrar gyllingar.
kyrir bragðið fær ókunnugur lesandi furðu skýra og sérstæða
mynd af Ólöfu, skáldkonunni, sem orti vísuna Af kœti þú
lilcerð ekki kátast — og skrifaði söguna Móðir snillingsins. Ólöf
öefur haft skapgerð til að verða mikið og frumlegt skáld, og
sj;ilfsagt hefur hana ekki skort ímyndunarafl og listfengi heldur
~~ en „meinleg örlög margan hrjá“. Annars er fátt í ljóðum
hennar, sem ékki er eitthvað við, og sumt er sérstætt og vert
Þess- að fest sé í minni. í ævintýTum sínum lætur hún sér ann-
ara um meiningu en skáldlegt flug, en ekki les ég svo oft sög-
una um stúlkuna, sem kaus sér föður að barni sínu, að ég hugsi
ekki sem svo: Hvað hefði þessi kona ekki getað skrifað og þorað
að skrifa, ef hún hefði ung hlotið menntun og aðstöðu til list-