Jörð - 01.09.1947, Qupperneq 106
. 104
JÖRÐ
reynslu annað veifið — og stundum á mjög spaugilegan hátt.
En verst af öllu er það, að bókin ber þess ljósan vott, að höf-
undur þekkir ekki sum einföldustu lögmál íslenzks máls —
og einkum er fáránleg órökvísi lians um sambönd setninga.
En þrátt fyrir allt þetta dylst lesandanum ekki, að þarna muni
vera á ferð maður, sem sé gæddur list- og skáldgáfu. Það er sér-
kennilegur tónn í stíl hans.þegar honum tekst bezt upp—og yfir
frásögninni er oft sérstæður blær, — blær þeirrar þreytu og þess
ráðleysis, sent eru ráðandi hjá hinum unga manni, sem látinn
er segja söguna — og slík sérkenni koma ekki fram hjá neinum,
sem ekki hefur í sér skáldæð og gæddur er að meira eða minna
leyti næmri skynjan listamannsins. Því er það, að þá er liinn
ungi höfundur hefur sezt niður og lært betur — og þá fyrst og
fremst lært að skilja sæmilega tungu feðra sinna og lögmál
hennar, mun mega nokkurs af honum vænta — ef til vill mikils.
Þá er saga Óskars Aðalsteins, Þeir brennandi brunnar. Hún
gerist að mestu í Reykjavík á hernámsárunum, er lipurt skrifuð
og mörgu vel lýst, en í sögunni er sá þverbrestur frá byrjun,
sem einn er nægur til þess, að hún getur ekki orðið sú harm-
saga, sent henni er ætlað að verða. Stúlkan, sem er aðalpersóna
sögunnar, er sem sé þamiig að upplagi, að ekkert nema alger
einangrun hefði getað aftrað því, að ævi hennar hefði orðið á
svipaðan, ef ekki sarna veg, og hún verður í sögunni. Aftur á
móti hefði saga stúlkunnar orðið sorgarsaga, ef hún hefði þurft
að lifa einangruð og ekki fengið að njóta eðlis síns við „þá
brennandi brunna".
Oddný Guðmundsdóttir hefur nefnt sögu sína Veltiár, og þar
sem sagan gerist á hernámsárunum, hefði mátt ætla, að Oddný
mundi aðallega lýsa braski og gróða þessara ára. En nafnið er
algerlega villandi, því að áhrif gnóðabrallsins koma nauðalítið
við sögu. Þessi saga Oddnýjar er annars ekki óskemmtileg,
lipurt skrifuð, þó að stíllinn sé ekki sérlega mótaður af per-
sónuleik höfundarins, og einstaka persónum er vel lýst.
Aftur á móti eru þær eyður í rás viðburðanna, sem ekki verður
til ætlazt að lesandinn fylli. T. d. fáum við alls ekki að vita,
hvernig það hefur mátt verða, að stúlkan, aðalpersóna sög-
unnar, sem er alls ólík að upplagi kynsystur sinni, hinni fæddu