Jörð - 01.09.1947, Qupperneq 108
106
JÖRÐ
þrjár vísur, yrkja þær upp og gera að tveimur. Þá keniur það
og fyrir, að hugsunin er ekki nógu skýr, ekki nógu æfð, þá er
mest reynir á hárnákvæma rökvísi — eins og í kvæðinu um
Laval, þar sem hið bitra spott á að hæfa mark, er blasir við
allra augum. Þar segir áhorfandinn ekki: Fjandi er hann nú
slyngur skotmaðui', þessi! Ég held bara, að hann hafi hitt
markið — minnsta kosti fór hann mjög nærri því! Nei, liann
er ekki ánægður þegar svona stendur á, hinn heilskyggni áliorf-
andi, nema hann geti sagt afdráttarlaust: Alveg hitti liann í
miðdepil marksins, þessi náungil — Og loks: Stundum verður
þess vart, að skáldið sjái ekki nógu vítt, skorti yfirsýn. . . . En
hvað sem þessu líður, liggur glöggum lesanda það fljótlega í
augum uppi, þá er hann hefur setzt við lestur þessara kvæða,
að þarna er ekki á ferðinni ljóðasmiður, sem yrkir til þess að
íitla við rím — eða velur sér þetta eða hitt viðfangsefnið, af
því að það er nú efst á baugi hjá orðgífrum þjóðarinnar — eða
þá vegna þess, að það virðist nú nógu sniðugt í kvæði. Lesand-
inn finnur, að þarna er sá skáld, sem íjallar um efnið; finnur,
að hvert kvæði er sprottið af rót þeirrar innri þarfar höfund-
arins að gera sér grein fyrir rökum lífs síns og itfsins — að hvert
kvæði hefur sogið næringu úr jarðvegi eðlis hans og skapgerðar,
notið yls tilfinninga hans og náinnar umsýslu frá íhygli lians —
og að sól hamingjuþrár lians hefur úr hugarlreiði Jaugað það
lífgeisium. Þessi kvæði eru óvenjulega samfelld og sviphrein,
hvort sem í svip þeinra ber mest á bliki gleði og unaðar — eða
á skuggum þjáningar og hugraunar, sem þó aldrei veldur \roli
eða víli. Þarna er maður og þarna er skáld.
Ljóð Jóns frá Ljárskógum, Gamlar syndir og nýjar, eru ekki
frumlegur skáldskapur, en yfir beztu kvæðum hans er þó per-
sónulegur blær, og þau kvæði eru einmitt lofsöngvar hans um
fegurð og vor og ást og gleði. Form lians er leikandi lipurt, og
stundum er eins og hrynjandin sé ekki aðeins fyrir eyrað, held-
ur líka augað — hún bliki og skíni. Ég hygg, að úrval úr ljóð-
um Jóns frá Ljárskógum gæti átt fullgilt erindi til þjóðarinnar.
Það mundi hressa og gleðja — eins og geisli á glugga í mold-
viðrum vetrarins.
Ljóðabók Harðar Þórhallssonar, Söngva frá Sælundi, vil ég