Jörð - 01.09.1947, Side 109
JÖRÐ
107
lielzt ekki hafa nein orð um. Ég lield, að höfundurinn hljóti
að hafa tekið sig til og ort þefcta á einlvverj um þeim stundum,
sem blóð hans hefur ólgað sivo, að skynsemi og gagnrýni bvers-
dagstilverunnar hafi ekki kornizt upp með nein afskipti — og
hreinlega hafi þær þá lognazt út af. En útgefandinn — livað
getur hann átt sökótt við þennan unga mann? Ég skil það ekki
— og þá ekki lreldur, hvernig á útgáfunni getur staðið. Ekki
þarf að minnsta kosti að kenna því um, að einstök rímsnilli
hafi varpað ryki í augu hins merka úfcgefanda.
Um ljóðabækur þeirra Yngva Jóhannessonar og Braga Sig-
urjónssonar, Skýjarof og Hver er kominn úti? er öðru máli að
gegna, en sanit sem áður er það svo, að hvorug þeirra svarar
til þess þroska, þeirrar menntunar og ritfærni, sem ég hef þófczt
hafa komizt að raun um, að höfundarnir liafi til að bera, þó
að ég hafi ékki haft af þeim persónuleg kynni.
Hugmyndin að útgáfu Nýrra penna er góð, — og vel mætti
halda áfram með þessa útgáfu — Iiví ekki alveg eins gefa út
snrásagnasöfn eins og ljóðabækur og langar skáldsögur? — en
nauðsynlegt er að viðhafa all'a gát, þá er valin eru handrit til
útgáfu, og enga nauðsyn ber til þess, að fyrirfram ákveðinn
bókafjöldi komi í safni þessu árlega: Eitt árið kemur ekki út
nein bók í þessum flokki, annað árið tvær, þriðja ein, fjórða
árið fimm, — allt eftir því, livort nokkur eða hve mörg handrit
berast, sem þarna eigi heima og þess séu verð, að þau séu gefin
nt. Er jafnt hægt að hafa fasta áskrifendur að bókaflokknum,
þó að útgáfu hans sé hagað á þann hátt, sem ég hef nú vikið
bér að. Ég hefði meira að segja haldið, að áskrifendur yrðu
beiri en ella, og vel gæti svo farið, að þessi útgáfa gæti orðið
öl þess að greiða efnilegum byrjendum leiðina — jafnvel koma
:i framfæri sérkennilegum, en hlédrægum mönnum, senr ættu
sér merkilega skáldgáfu, en án slíkrar útgáfustarfsemi sem þess-
arar gæfust upp vegna skorts á samúð og skilningi og vöntunar
á fyrirgreiðslu.
Reykjavík, í júní 1947.