Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 115
JÖRÐ
113
hrifinn af kaupunum á gufubátnum — en Elías lét sér nafnið
vel líka, og svo var þá ákveðið í ofanálag, að báturinn skyldi
heita Elias. Nú, einhverjir voru að spá því, að þeir í póststjórn-
inni mundu ekki samþykkja þennan bát, en Elías dreif sig suð-
ur, og hann kom aftur með allt klappað og klárt. Ríkið þurfti
ekki að borga neinn styrk til bátsins, og þeim var sama, sagði
Elías, á hverju pósturinn væri fluttur, bara hann vœri fluttur —
og eyðilegðist ekki. Presturinn sagðist hafa sannfrétt, að þeir
hefðu sagt:
— Þó að þú viljir flytja hann á sleða, Elías minn, þá er okk-
ur það alveg sama!
Jæja, eins og þú veizt, þá er ekki langt hérna norður í
Straumfjörð, og Bjössi klénsi, sem kallaður var, — járnsmiður,
sem átti heima hérna innfrá, fór til Straumfjarðar og mallaði
eitthvað við vélina í gufuskipinu með þeim þar, og svo komu
tveir menn, sem seljandinn lagði til, hingað á bátnum með
Bjössa klénsa, og var nú heldur en ekki mikið um að vera. Og
ekki var fyrr búið að binda gufuskipið hérna við bátabrúna en
farið var að kalla hana bryggju.
Þau urðu svo meira en lítil viðbrigðin fyrir fólkið hérna inn
frá ogþá, sem voru á ferðalagi.Áður höfðu heimamenn orðið að
herja á árum, ýmist út eða inn fjörðinn, og aðkomumenn stund-
um að sitja í ágjöfum klukkutímum saman.Núspásseruðu barn-
tngsmenn liðins tíma, ásamt öðru ferðafólki, um borð í bátinn,
°g borguðu einar tvær krónur, og svo var ekki annað en sitja
eða standa og halda að sér höndum, já, hafa þær í vösunum,
hvernig sem vindur stóð. í brúnni stóð Andrés, sem staðið hafði
fyrir silungs- og grásleppuveiði á búi Elíasar og verið formaður
á vövuflutningasexæringnum, gamall ver- og jagtamaður af Suð-
urlandi, þó að uppalinn hefði hann verið hér eystra og hingað
fluttur aftur fyrir allmörgum árum. Andrés hafði fleygt hatt-
kúfnum og fengið sér kaskeyti með gljáandi deri, kapteinshúfu
— auðvitað. Litirðu svo niður í vélarúmið, þá sástu þar í bakið
°g botninn á honum Jeremíasi Karlssyni, sem í þrjár vikur
hafði verið kyndari á togara fyrir sunnan og mánuð á línuveið-
ara, sem Akureyringar höfðu keypt gamlan af Norðmönnum
°g leyft var að fljóta á síld með undanþágu. Jeremías var ágæt-
8