Jörð - 01.09.1947, Síða 117
JCRÐ
115
gufupípunni á alla vegi, og ekki leið á löngu, unz það sýndi
sig, að honum varfúlasta alvara með að halda uppteknum hætti,
já, hann fór meira að segja hríðversnandi. Þá ákvað Jeremías
að klaga hann fyrirdtapteininum.
— Hann er tekinn upp á að leka dampinum, ketillinn, sagði
hann.
— Slúður er þetta! sagði kapteinninn. — Dampketill á ekki
að leka dampi!
— Holræt, sagði Jeremías og hrúgaði mónum inn í eldholið.
En það kostaði meiri og meiri kyndingu, eftir því sem lengra
leið, að halda nægum þrýstingi, og oft og tíðum var það, ef Jere-
mías var eitthvað verr fyrirkallaður en venjulega, að það var
rétt með herkjumunum, að hann gat kynt svo, að öxullinn sner-
ist. Væri andbyri á fjörðinn, þá varð Jeremías að ganga ber-
serksgang við kyndinguna, sérstaklega ef straumur stóð með
vindi, og ekkert dugði, nema farþegarnir hjálpuðu honum og
hrúguðu að honum mó úr pokum, sem voru í hlaða á þilfarinu,
því að ekki var lengur leggjandi upp með þann forða, sem fvrir
komst í eldiviðarstíunum í vélarrúminu. Og það sá varla í Jere-
mías fyrir gufu og reyk, og menn kölluðu svona að gamni sínu
niður í til hans:
— Hæ, Jeremías! Þú ert sjálfsagt að venja þig við. ef svo illa
kynni til að vilja, að þú lentir á þann staðinn, sem heitari er!
Með hörkubrögðiim var liægt að halda uppi ferðum á e/s
Elíasi út ágústmánuð, en svo var þá heldur ekki nokkur leið
að láta allt drasla lengur án viðgerðar. Sjóðheit gufustrokan
stóð upp undir sjálfa komimandóbrúna, og umbúnaðurinn þar
ekki öðmvísi en þannig, að gólfið í henni var ekkert nema til-
tölulega þunn járnplata — og svo stóð þá Andrés kapteinn, sem
þurfti margs að gæta, eiginlega alltaf á öðrum fæti við stýrið,
nema rétt á rneðan liann skipti um fót, varð að liaga sér svona
til þ ess að skaðbrenna ekki á sér fæturna á heitri plötunni;
spaugilegt og þó hörmulegt að sjá þennan stillta og virðulega
mann, sem orðinn var hvítur fyrir liærum, láta svona. Það var
rétt eins og framkvæmdastjóri H// Elias og hreppurinn hefði
ákveðið að kenna þessum gamla hvítabirni að dansa. . . . Og
8*