Jörð - 01.09.1947, Qupperneq 120
118
JÖRÐ
væri sem tryggust, læki ekki, þó að einhvers staðar kynni að
vera blettur, sem byrjaður hafi verið að tærast, þá hafði hann
fest á hana striga — og margmálað þessa öryggishlíf með há-
rauðri málningu — og hann sveikst ekki um við hnoðunina.
Ketilldnn skyldi vera þéttari en þegar hann var nýr. Þrjátfu og
átta naglar voru í plötunni, og þegar tók að líða undir kvöldið
og ölskjólan var orðin tóm, var búið að hnoða 29 nagla. Og það
var þannig gert, að enginn lifandi maður skyldi geta um þá
losað.
Þá vildi nú hvorki betur né verr til, en að það datt í kaptein-
inn, að fara að hugsa.
— En hann Jeremías!? sagði hann allt í einu í spurnartón við
Bjössa klénsa.
— Hann Jerri — hvað er nteð hann? Þetta kom járnsmíða-
meistaranum ókunnuglega fyrir — eins og von var.
— Já, hann Jerri — ég á við, hvernig hann eigi að komast út.
— Þú segir nokkuð, maður minn! Hja, það hafði ég nú bara
ekki hugsað út í!
Nei, enginn hafði hugsað út í þetta. Þarna liöfðu þeir hnoð-
neglt plötuna, og á henni var ekki stærra gat en sem svaraði
víddinni á gufupípunni — og út urn svo lítið gat gat enginn
fullorðinn rnaður komizt, hve grannvaxinn og horaður sem
hann var. Hugsa sér annað eins og það, að þeim Andrési skyldi
hvorugum detta þetta í hug með hann Jeremías! Nú sat hann
þarna með sleggjuna og svo að segja hnoðnegldi sjálfan sig inni.
Og eins og þetta var líka gert — ekki nokkur lífsins leið að losa
plötuna! Bjössi klénsi hlammaði sér niður á endann og bað
dreng að hlaupa með skjóluna og sækja í henni öl.
Þegar Klénsi var hættur að hamra og virtist ekki ætla að byrja
aftur í skyndingu, fór Jeremías, sem sat á hækjum sínum inni
í katlinum, að lrugsa um að hypja sig út. Því var það, að þá
er þeir Andrés kapteinn og járnsmíðameistarinn höfðu um
hríð setið þegjandi í þönkum, heyrðist ógurlegt öskur út uffl
gatið á katlinum, og í sömu svifum stakk Jeremías út höfðinu,
og tárin glitruðu í augunum á honurn:
— Hjálp, hjálp, ég slepp aldrei út — ég slepp aldrei út!
Þeir hrukku í kút, Klénsi og kapteinninn, en nú var ölið