Jörð - 01.09.1947, Síða 127
JÖRÐ
125
af sér tilurnar. Og þá byrjaði nú smurningin. Klénsi seildist
inn og hjálpaði*til eftir mætti — óskaplegt var annars að taka á
manninum, hann var ekkert orðinn nema skinin beinin — og
Klénsi sagði í liughreystingarróm við Jeremías:
— Þú ert orðinn svo skinhoraður, maður, að við hljótum að
ná þér út; gengur eins og sniurt og er það líka, — vitaskuldl Þú
gætir sem bezt sniogið í gegnum sponsið á brennivínstunnu!
Loks byrjaði þá athöfnin. Jeremías stakk báðum handleggj-
uni út um opið, og Klénsi og tveir karlmenn aðrir fóru að toga.
Halló! Þar sluppu nú axlirnar í gegn — blæddi bara ofurlítið
úr báðum uphandleggjunum á Jerra, — en herrann sæll og
Ijúfur! — svo sat hann aftur fastur, og það var nú heldur en ekki
ískyggilcgt! Ef hann sat þarna áfram, þá var ekki að því að
sPyrja, — þá var ekki annað fyrir liendi en dauðinn. Nei, það
var ekki nokkur leið að þoka honum svo mikið sem hársbreidd
lengra. Þeir toguðu, og þeir smurðu, og þeir tóku meira að
segja stóru þjölina hans Bjössa klénsa og reyndu að sverfa rend-
tirnar á opinu; en það var ekki hægt, því að um leið surfu þeir
skinn og hold af Jeremíasi. Og svo sat hann þá þarna og komst
hvorki út né inn — þetta var margfalt hörmulegra en sjálfur
úauðinn!.... Fólk kom og fór; sumir grétu eða að minnsta
kosti tárfelldu, en stöku maður hló, en það voru ekki nema for-
l'ertir andskotans syndaþrjótar, sem það gerðu. Já, þarna hékk
Jeremías, gat aðeins þokað sér um það bil einn þriðja úr sentí-
tttetra, en það var síður en svo, að hann væri að slíku mjaki, og
nú kvað heldur ekki við neinn Jeremíasar havmagrátur. Mann-
auminginn bara hékk þarna með hökuna niðri á brjósti. Og
hann hékk, það sem eftir var af deginum. Ja, það var naumast,
að það ætlaði að fylgja honum hamingja, þessum dampbát; já,
einhver sagði, að það væri ekki svo grandskoðað, hvaða ham-
lngja hefði fylgt honum Elíasi og hans ráðum þarna í sveitinni!
Nú, hvort það hefur verið af hvötum Elíasar eða ekki, þá er
sv° mikið víst, að Þrúða grasakona kom aftur ofan á bryggju,
þegar rétt var að byrja að bregða birtu, og hún leit hvorki til
|lægri né vinstri, en starði á hinn hangandi píslarvott. Hún virt-
lst skoða hann vandlega, án þess þó að snerta við honum, og svo
vék hún sér að Bjössa klénsa, sem aftur var orðinn eins og hálf-