Jörð - 01.09.1947, Qupperneq 132
130
JÖRÐ
ina. Sjaldan hefur fegurri fugl flogið gegnum storm og skúrir í
næturmyrkrinu. Ég man eftir gömlum hestamanni á Vestur-
landi, sem sópaði að sér athygli manna, þar sem hann bar að
garði á gæðing sínum. Mér fannst hann svo fyrirmannlegur í
ættmóti, að hann hfyti að vera eðalborinn fulltrúi mikillar
frægðar í heiminum. Og ég man eftir skáldunum í Reykjavík,
sem öll komust á rekspöl með að verða heimsfræg, þegar þau
höfðu fengið birt kvæði í „Vísi“ eða „Morgunblaðinu". Seinna,
þegar ég fór til fjarlægra landa, kom nokkur ruglingur á hug-
myndir mínar um frægðina. Og nú blasti hann við mér, þessi
töfrafugl, í nýju viðhorfi. Ég var á feiðinni til móts við heims-
fræg skáld í Stokkhólmi, en í þeirri sömu borg gat maður líka
keypt sér heimsfrægt sælgæti, og ég, sem hafði haldið að hangi-
kjötið, skötustappan, hákarlinn, sviðin og lundabaggarnir
heima væri heimsins kunnasta og bezta traktiment!.... Svona
er með það, sem maður fær sjaldan!....
Það var einhver, sem hraut ofurlítið. Veikt hljóð, eins og þeg-
ar dálítill hvolpur hnusar við fyrsta lífdegi sínum á Jörðinni,
barzt gegnum farþegaklefann. Kannski ég hafi líka sofnað? Að
minnsta kosti voru allar bollaleggingar um heimsfrægðina ein-
hvern veginn þurrkaðar út úr meðvitund minni, þegar þernan
kom og sagði okkur að spenna ólarnar yfir okkur í sætunum.
Skömmu seinna snertu hjólin jörðina, en hreyflarnir fjórir
námu fyrst staðar, þegar vélin hafði spanað sig eftir flugvellin-
um að skálanum, þar sem farangurinn var skoðaður. Ég var
kominn til Stokkhólms, og fáum mínútum seinna var farþeg-
unum ekið til gistihúsanna í borginni.
EFTIR að liafa sofið sætt og lengi á stóru hóteli, mitt í bæn-
um, ók ég til Vár gárd, en svo heitir lestrarheimili sam-
vinnufélaganna sænsku í nánd við Stokkhólm. Er þetta Saltsjö-
baden? spurði ég bílstjórann, þegar hann stöðvaði bílinn, opn-
aði dyrnar og hneigði sig með alþekktri sænskri kurteisi. Já,
svaraði hann, og 1 sömu andránni kom ég auga á járnhlið mik-
ið, en á því hékk hvítt skilti, sem á var letrað: Vár gárd, Sjö-
udden.
Ég svipaðist um, og sá nokkrar „villur" á hæðinni fyrir ofan