Jörð - 01.09.1947, Qupperneq 134
132
JÖRÐ
skynfærum líkamans og af allri næmri hugans. Ég var algerlega
sammála ræðumanni; en svo byrjaði liann að útlista kenningu
Einsteins og sagði að Iokum, að áhrif utanjarðneskra afla á líf-
eðlið væri það eina, sem gæti endurfrjóvgað ritliöfunda í fram-
tíðinni. Orðunum var hagað í fullu samræmhvið stórt skáld,
en þegar hann teygði sig, greip til þyngdarlögmálsins og
stjörnuspeki og dró frelsandi ályktanir þar af, skáldlistinni til
handa, snerti það rökfæri sálar minnar eins og illa rímuð vísa
eða hjákátleg lagleysa. Ég greip niður í vasann e/ftir blýanti og
blaði og gerði mig reiðubúinn til að mótmæla þessari hljóm-
skekkju á andlegu tónsmíði hins sænska skálds, en mér til mik-
illa vonbrigða hafði ég engin ritföng á mér; þau hafði eg ski'lið
eftir í handtöskunni minni frammi í anddyrinu. Þessi uppgötv-
un gerði uppreisnareðli mínu strik í reikninginn, en ég vildi
þó ekki látá andmælakennd mína verða að ófrjórri stemninga-
vímu, og reyndi þess vegna að læðast út eftir blýantinum og
vasabókinni, án þess að mikið bæri á því.
Þegar ég sneri við aftur, reiðubiiinn að láta á sjá, að ég væri
f ætt við raunsæja og jarðbundna torfristumenn á ísandi, stóð
allt í einu ungur maður fyrir framan mig og kastaði á mig
kveðju:
— Komið þér sælir, Bjarni Gíslason, sagði hann.
— Komdu sæll, svaraði ég og var víst eitthvað önugur á svip-
inn, þar eð ég vildi ekki verða fyrir neinum truflandi áhrifum
á þessari stundu. — Hver ert þú? spurði ég síðan.
— Jón úr Vör, svaraði hann, og byrjaði að spyrja mig út úr
um ferð mína.
Ég var fáorður og mælti allt á huldu, því að niðri í afkimum
sálarinnar var eins og mikilúðugar setningar leituðust við að
finna sér form samkvæmt afstöðu minni til mannfélagsmála og
bókmennta. En hið háeðla samband milli íslendinga á erlend-
um vettvangi dró fljótt úr þessum dramatísku hugarhræring-
um, og áður en varði vorum við Jón orðnir beztu mátar, í þægi-
legum samræðum. Þegar ég settist aftur inn í salinn, var eins
og stúrinn heimspekingur hlutleysisins teygði út arm sinn og
klipi mig í eyrað:
— Hvern fjandann kemur þér við, þó að Harry Martinsson