Jörð - 01.09.1947, Page 135
JÖRÐ
133
svífi skáldlegu svifflugi milli tindrandi himintungla? öskraði
hann svo inn í eyrað. — Ef hann er ekki algerlega utan við
þyngdarlögmálið, eins og Jósef Djúgasvíli, hrapar hann ugg-
laust niður aftur!
NÆSTA dag voru engar umræður, enda var hann ætlaður
gestunum til að skoða Stokkhólm, en þriðja dag mótsins,
miðvikudaginn 26. Nóvember, var ég með ifrá byrjun. Eitt af
efnilegustu yngri skáldum Dana, Martin A. Hansen, hélt fyrir-
lestur urn gamla og nýja rómanlist. Hélt ég fyrst, eftir nafni
ræðunnar að dæma, að hann mundi byrja á að útskýra róman-
list miðaldanna, Tristan- og Parsifal-rómaninn, fikra sig síðan
áfram og að lokum gera samanburð á stíl og formi þeirra skáld-
rita, sem út hafá komið í seinni tíð. En Martin A. Hansen lét
sér nægja sú skýring, að ef hann ætti að dæma milli gamla og
nýja rómansins, veldi liann þann gamla! Aftur á móti sagðist
ltonum töluvert um þá takmarkalausu tjáningarsýki nútímans,
sem, öllum einföldum hjörtum til hrellingar og harmkvæla,
lirúgaði svo miklu inn í rómaninn af háspenntum áróðri og
ógegnsærri sálspeki, að rómaninn gæti ekki lengur talist sér-
stæð grein í .frásagnarlist, heldur væri orðinn nokkurs konar
ruslaskrína sundurlausra hugsana.
A eftir Martin A. Hansen tóku margir til máls. Mest bar þar
'ÁArtur Lundqvist og Móu Martinson, og á öllum dögum móts-
ins flæddi frá þeim mikil mælska. Lundqvist fannst, að súrreal-
isminn liefði haft í sér falið langæjast frjómagn til viðhalds
bókmenntunum og mundi ennþá geta lyft skáldvitundinni yfir
lágkúruleikan'n. Deildi hann hart á yngstu skáldin, sem ekki
vildu kannast við natúralistíska lærimeistara sína frá árunum
nrilli styrjaldanna. Til stuðnings máli sínu réðst liann meðal
annars á Sartre, sem hann taldi kynvilling; en mikið minnti
Lundqvist mig á sögu Bodynskis um manninn, sem hélt áfram
að hamast og strita, eftir að liann var sálaður, af því að hann
attaði sig ekki á því, að liann væri dauður. Móa Martinson
vildi aftur á móti greiða fyrir heilbrigði skáldlistarinnar með
því að minna á þjóðfélagsform Rússlands. En áhrifin frá skoð-
un hennar á hinu fjarlæga töfraríki mistókust nokkuð fyrir það,