Jörð - 01.09.1947, Qupperneq 136
134
JORÐ
að hún vildi hækka matið á sjálfri sér, um leið og hún lofaði
Rússland. Hún talaði sí og æ um bækurnar sínar, eins og þær
væru það einasta, sem ritað hefur verið í veröldinni.
Þá var og rætt um mikilvægi stílsins fyrir þróun rómansins.
Virtust sumir álíta, að vissir nýgræðingar lumuðu á einhverj-
um óvæntum stílbrigðum og orðatiltækjum í handraðanum, og
þegar þetta kæmi fram, mundi það hafa í för .með sér einhvet ja
skyndibreytingu til blessunar fyrir mannkynið. Ég leyfði mér
að láta í ljós, að allar stílbrellur, sem miðuðu að því að gera
höfundinn sérkennilegan og frumlegan, væru gabb og gerfi-
þoka, sem blekkti lesandann, ef skriffinnurinn ekki gæti boðið
annað en frábreytileik í orðavali. Stíllinn ætti sér ekkert annað
takmark, en að gera háar og sannar hugsjónir skiljanlegri fyrir
lesandanum. An hugsjóna, sem væru nauðsynlegar til göfg-
unar mannlífinu, væri rómaninn hisrni og hjórn. í þessu sam-
bandi benti ég á menningararf Evrópu .... Aþenu, Jerú-
salem, Róm .... Akropólis, Golgata, Palatín .... horfin svið
stórfelldrar baráttu til að marka skilning á gTundvallarlögmál-
um lífsins. Ríki liafa liðið undir lok, stjórnleysi drepið í dróma
trúna á lýðfrelsið og gefið kúgurunum valdasprotann í hend-
urnar, en hinn hellensk-kristni arfur hefur þrátt fyrir allt
verið eins og Golfstraunrur undir bylgjuróti tímanna og haft
djúptæk áhrif á tjáningu allra sannleiksleitandi manna. Og
það, sem hefur skapað ódauðlega list, er ekki útmálun á því,
hvernig maður nreltir matinn, athafnar sig á afviknunr stað
eða í hvaða stellingum maður liggur í rúminu, heldur alvarleg,
andleg viðleitni til að gera nrannúðargildið í hugsjónutn liins
lorna nrenningararfs Evrópu að áþreifanlegri staðreynd í
þjóðfélagsformum og lífi nútímans. Endurnýjun rómanlistar-
innar er þess vegna ekki í því fólgin, að ritlröfundurinn sé
uppblásinn af alls konar ritbrellunr, lreldur lrinu, að lrann
sé innblásinn þeirri knýjandi sannleiksþrá, senr gerir sálarlífið
því rismeira, því enfiðara sem það reynist að komast vitinu
fyrir skröltandi hrör veraldarinnar!
Norski ritdómarinn Paul Gjesdal talaði á eftir, og mér til
mikillar gleði fórust lronum nreðal annars þannig orð: Ef
lrugsuðurinn og innsæið á að konra frá Aþenu hinni fornu og