Jörð - 01.09.1947, Qupperneq 137
JÖRÐ
135
frá Golgata, vona ég að smekkvísin, lífsþrekið og stílfegurðin
til endurfrjóvgunar í bókmenntunum komi frá Þingvöllum —
frá fornritum íslendinga, sem ennþá eru perlan í prósalist
álfunnar!....
FJÓRÐA dag mótsins gagnrýndu rithöfundarnir skrif-
finnsku ritdómaranna. Norðmaðurinn Hans Heiberg hélt
inngangsræðuna, og þótt ekki verði sagt, að hún væri tilþrifa-
mikil, var hún sérstaklega aðgengileg í formi. Aðalkjarni henn-
ar var að vega milii ritfregna og gagnrýni (anmalan och kritik),
eður það sem ég vil kalla dægurritsjár og bókmenntafræði. —
Sagði Heiberg, að flestir blaðadómar væru stuttir og fljótfæl'n-
islegir, og mætti stundum á þeim sjá, að ritdómarinn hefði lítið
meira en þefað af verkinu, áður en hann fleygði því aftur í
bókasúpuna. Þess háttar ritdómar gætu oft orðið þess valdandi
að gera góðar bækur að nokkurs konar atvikatíningi í augum
lesendanna. Öðru rnáli gegnir með hinn bókfróða gagnrýn-
anda, sem les bækurnar til hlítar. Hann leiðbeinir ekki aðeins
rithöfundinum með að gera glögga grein fyrir því, sem vel eð-
ur illa hefur farið við sköpun verksins, heldur hjálpar lesand-
an:um, sem kannski vantar þjáifun í lestri eða hugsanaþroska til
að geta skilið tilgang höfundarins með skáldsmíð sinni. Hei-
berg benti einnig á það, að hjá smærri þjóðum væri skáldið og
ritdómarinn tíðast ein og sama persóna. Skáldin skrifuðu til
skiptis ritdóma hvert um annað, og gætti þar oft meira anda
kunningsskaparins en köllunar gagnrýnandans.
Meðal þeiina, sem töluðu eftir Heiberg, þótti mér Finninn
kh. Varburton einna snjallastur. Sagði hann að hinn mikli
straumur nýrra bóka væri því valdandi, að ekki aðeins lesend-
urnir, heldur og ritdómararnir umgengjust prentað mál með
sýnilegri léttúð. Og ef skáldið til dæmis væri úr andstæðum
stjórnmálaflokki, fyndi ritdómarinn enga köllun til að vanda
S1g. En ef gagnrýnandinn væri barmafullur af þeirri tegund
ahuga, sem gerði ummæli hans gegndrepa af lævísum áróðri,
ailðsjáanlega skrifuðum fordómum hans til svölunar, þá væri
verr farið en heima setið. Aftur á móti gæti enginn snjall rit-
hónrari, sem fyndi hvatningu eða köllun til starfsins, komizt hjá