Jörð - 01.09.1947, Side 142
140
JÖRÐ
ógnum styrjaldarinnar, sem hefðu hvílt eins og mara yfir Norð-
urlöndum, væri nú aflétt, en þrátt fyrir það væru margar óveð-
ursblikur á lofti. Þeir, sem létii sig þetta litlu skipta, mundu
ennþá einu sinni verða herteknir sofandi í bælunum. Finnland
hefði barist fyrir frelsi sínu engu síður en Norvegur, en af lág-
kúruleika einum saman skorti okkur hreinskilni til að viður-
kenna það. En ef við, einmitt nú, þegar landvinningastefna,
hefnigirni og kúgun teygðu fram greppitrýnið, svikjum við þá
göfugu hugsjón að efla samvinnu Norðurlanda á grundvelli
frelsis, mundi vel svo geta farið, að við í næsta stríði yrðum
þvingaðir með valdi til að berjast hverir gegn öðrum!
Tilheyrendurnir gripu stundum fram í með lófaklappi og
húrrahrópum, svo að Arnulv Överland varð að doká við. Það
var engu Hkara en áhrifin frá þessum manni, sem flestum öðr-
um fremur hafði barizt gegn einræði og kúgun, fylktu áheyr-
endunum saman í órjúfandi fylkingu til varnar Norðurlönd-
um, réttindum þeirra og menningu. Og þó voru ekki allir sam-
mála norsku þjóðhetjunni. Við veizluhöldin rétt á eftir tók
finnskur ritstjóri, Atos Wirtanen, til máls og mótmælti harð-
lega ræðu Överlands. Virtist það hafa hruflað þjóðfélagslegan
skilning Finnans, að Överland hafði nefnt bróður Stalín í sam-
bandi við þær þungu kvaðir, sem lagðar eru á finnsku þjóðina.
Fannst honum það illa viðeigandi á norrænu móti, þar sem
treysta ætti bönd frændseminnar í fullri einlccgni.
Ýmsir fleiri héldu ræður undir borðum, mestmegnis til að
kveðja — og þakka Svíum fyrir gestrisnina. Og að morgni næsta
dags fór að tínast úr flokknum. En nokkrum þeirra, sem hitt-
ust til borðhalds á Vár gárd sunnudaginn 1. Desember, virtist
ennþá liggja mikilvæg, óleyst viðfangsefni á hjarta. Báru þeir
fram tillögu um að senda opinber mótmæli til blaðanna gegn
Arnulf Överland og ræðu hans. Ég varð að yfirgefa staðinn
áður en „skjalið" var lagt fram til undirskriftar, þar eð ég tæp-
um klukkutíma seinna hafði lofað að halda fyrirlestur um ís-
land á lýðháskóla í nánd við Stokkhólm, en ekki skal ég leyna
því, að eitthvað fannst mér smáskítiegt í þessari árás á félaga,
sem ekki var einu sinni viðstaddur.
Daginn eftir komu andmælin í blöðunum, undirskrifuð af