Jörð - 01.09.1947, Page 146
144
JÖRÐ
ug kona hefði getað fengið þá flugu í höfuðið, að ég væri
stofnandi óguðlegs vantrúarfélags í Reykjavík. Mér datt fyrst
í hug, hvort Sonja Hauberg hefði verið í sambandi við anda af
öðrum hnetti, en misskilið raddirnar — en slíkt varð ekkert
fullyrt um — og gafst ég upp á að finna lausn gátunnar á veg-
um dularafla.
Sonja Hauberg lilaut að hafa fengið kryddið í sitt óraunhæfa
orðagambur í þessari hversdagslegu veröld! Mér duttu í hug
landar rnínir á mótinu í Stokkhólmi. Ég var tregur að gruna
þá um fals og fláttskap, því að því er <mér virtist voru þeir allir
beztu drengir. En hitt gat hugsast, að þeir af einskærri góðvild
hefðu viljað gera mína lítilmótlegu persónu mikla fyrirferðar
í augum erlendra andstæðinga?
Meðan ég velti þessari spurningu fyrir mér, varð mér litið á
aðra klausu í blaðinu. Hún var um þann hluta mótsins, sem ég
fór á mis við vegna þess, að flugvélin kom rneira en sólarhring
eftir áætlun til Stokkhólms. Þá talaði Jóhannes úr Kötlum, og
Sonja Hauberg skrifar þannig um þennan andlega samherja
sinn:
„.... Nehei, nú kemur ís'lendingur í ræðustólinn! Hvað
talar hann? Íslenzk-Dönsku, Norsku, „Ný-Norsku“, Finnsk-
Sænsku eða Sænsk-Finnsku? Ég vona, að það hafi ekki verið
þetta síðasta."
Þarna var lausn vandamálsins! Þar eð ég fór til Stokkhólms
á vegum „Félags islenzkra rithöfunda", höfðu meðlimir hins
félagsins auðvitað viljað skýra þetta nánar fyrir mótverjum.
En þeir höfðu svo fengið það þannig í höfuðið, að ég væri æðsti-
prestur safnaðarins!
Þessi lausn gátunnar varð mér á við himneskt sáluhjálpar-'
meðal. Því enginn getur gert að því, þó hann verði misskilinn,
þá er hann talar annarlega tungu! Og þar eð ég eftir margra
ára útivist hafði heimsótt mitt langþráða föðurland í sumar,
vildi ég ekki hverfa þaðan aftur með óvildarhug eða vændis-
grun til noltkurs manns!
(Skrifað í desember-byrjun 1946).