Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 147
Gísli Halldórsson:
Um orkuvirkjunarmál íslendinga
(Niðurlag).
II.
Örfáar hugleiðingar um aflvélar og skip.
EÐ vaxandi iðnaði hefur orkuþörf landsmanna vaxið
-LfXmjög- ört, bæði fyrir hreyfiorku og hita, svo sem til fiski-
mjöls- og síldarverksmiðja og til upphitunar í húsum. Þar sem
þessar þarfir fara saman í vissu hlutfalli, er oft heppilegt að
virkja gufu í háþrýstikötlum. Er þá hin háspennta gufa látin
streyma í gegnum gufutúrbínu, sem framleiðir hreyfiorkuna,
en hin afspennta gufa, sem út úr vélinni kemur, síðan notuð til
upphitunar. Að þetta er hagkvæmt kemur til af því, að við það
að gefa úr sér hreyfiorku, tapar gufan mjög litlu hitamagni og
er því nær jafngóð til upphitunar eins og þó hún hefði aldrei
gengið gegnum neina túrbínu. Hreyfiorkan, eða rafmagnið,
fæst því sem næst ókeypis á þenna hátt.
Þetta virðast menn yfirleitt ekki hafa skilið hér á landi. Þó
setti ég upp stöð, er vinnur með þessu fyrirkomulagi, í ullar-
verksmiðjunni Gefjunn, árið 1933 eða 1934, og loks lagði ég til
við stjórn Síldarverksmiðja ríkisins, árið 1936, að byggja slíka
orkumiðstöð fyrir verksmiðjurnar, er framleiddi fyrst og fremst
hita, þ. e. a. s. gufu til suðu og jafnvel þurrkunar. En með því
fengist mjög ódýrt rafmagn til vélarekstursins. Tillögu þessari
Hér lýkur birtirigu JARÐAR á tveimur útvarpserindum Gfsla
Halldórssonar 1945. Þetta er seinni hlutinn af seinna erindinu. í
þeim er þjappað saman athyglisverðum hugmyndum og uppástung-
um um tímabæra tækninytjun, auk merkilegrar frásðgu um baráttu
hans fyrir rannsókn á nytjunarmöguleikum jarðgufu hérlendis. Er
vonandi, að hið síðasttalda verði eftirleiðis tekið fastari tökum en
hingað til, þvf það sýnist hvort tveggja f senn: mjög þýðingarmikið
°g nærtækt. Auk þess er gaman — og m. a. s. gagnlegt — fyrir ís-
lenzku þjóðina að ríða á vaðið hvarvetna þar, sem það liggur beint
við og vera ekki alltaf að bíða eftir, hvað aðrir gera. Gísli Halldórs-
son er einn þeirra manna, sem lilusta skyldi vel á, þá er þeir ljúka
uPp sínum munni.
10