Jörð - 01.09.1947, Síða 149
JÖRÐ
147
verksmiðjur ríkisins hefðu forgöngu um rannsókn slíkra hug-
mynda, sem til sparnaðar horfa og þar með aukinnar verðmæta-
öflunar í þjóðarbúið.
AÐ er ekki ólíklegt að í framtíðinni verði samkeppnin í
-tr orkuframleiðslu milli gufutúrbínunnar og jafnvel gastúr-
bínunnar annars vegar — en dieselvélarinnar hins vegar.
En í skipum verður það lengi komið undir stærð skipsins og
orkuþörf hvort heppilegra verður talið að neyta gufutúrbínu,
gufuvélar eða dieselvélar, því að enn mun tæpast farið að hag-
nýta gastúrbínur í skipum, enda þótt sú tíð kunni að koma.
Gufutúrbínur hafa ekki fram að þessu verið notaðar í skip
nema í frekar stór eða aflmikil skip, og þeim fylgir töluvert
flókinn útbúnaður og dýr.
Fyrir þau skip, sem Íslendingar þurfa að nota, má því búast
við að dieselvélin verði lengi vel framtíðin.
En þessi dieselvél er ávallt að breytast, — þróun dieselvélar-
innar færist þannig ómótstæðilega í sömu átt og þróun annarra
véla. Vélsmiðirnir og verkfræðingarnir leitast við að þjappa
vélunum saman, og gera þær léttari og fyrirferðarminni án þess
að spilla öryggi þeirra. Og með bættum málmum og aukinni
kunnáttu og tækni þá hefur þetta tekist.
Menn eru •sífellt að smíða hraðgengari og hraðgengari diesel-
vélar og gera þær auðveldari í meðförum. Jafnvel þótt tekin sé
tiitölulega hæggeng dieselvél, þá sparast mikið lestarrúm í tog-
ara. í stað 50 feta fyrir gufuvél og ketil í 140 feta gufutogara, er
hægt að komast af með 32 fet fyrir dieselvélina. En í framtíð-
inni á dieselvélin eftir að taka ennþá minna rúm, miðað við
rúmþörf gufuvélarinnar. En ennþá eru þeir margir, sem eru
vantrúaðir á dieselvélina, t. d. fyrir togara, og fróðlegt væri að
rekja þá reynslu, sem fengin er, til þess að gera sér 1 jósara við
hvers konar þróun má búast. En rúmsins vegna er slíkt ekki
hægt að þessu sinni.
Þó ska'l þess getið, að á hugsunarhætti manna hafa síðustu 12
arin orðið miklar breytingar. Þannig var árið 1932 tæpast til sá
>>aulabárður“, sem gat látið sér detta í hug að nota dieselvél í
^ótorbát. En þar sat þá glóðarhausvélin í öndvegi. Nú er því