Jörð - 01.09.1947, Page 151
JÖRÐ
149
framkvæmdastjóri og verkfræðingar verksmiðjunnar, að vélar
þessar ættu mikla framtíð fyrir höndum.
Með því að nota slíkar vélar, — með nákvæmlega sömu stimp-
ilstærð, stimpilhringjum, cylinderfóðrungum og öðrum véla-
hlutum, hvort sem vélin er 20 eða 1000 ha. — í vörubifreiðar,
dráttarvélar, frystihús, í verksirtiðjur, rafstöðvar, báta og skip,
þá verður miklu einfaldara og ódýrara að eiga nægilegar vara-
hlutabirgðir fyrir hendi . — Með því að nota hraðgengar og fyr-
irferðarlitlar vélar, opnast einnig sá möguleiki að koma vélun-
um fyrir ofan þilfars á skipinu, en vinna afturrúmið neðanþilja
undir lestir.
Hef ég oft hugleitt slíkt fyrirkomulag, og ræddi ég m. a. um
það við tvo skipaverkfræðinga í New York. En þar var ekki
komið að tómum kofunum. Því að í Bandaríkjunum hafði
þess konar fyrirkomulag þegar verið reynt, og hét sá Philip
Diepple, skipaverkfræðingur Kaysers, sem þessar tilraunir hóf.
Átti ég samtal við Mr. Diepple skömmu áður en ég fór heim,
en hann notar rafmagn sem tengilið milli aflvélar og skrúfu.
— Það væri nógu gaman að teikna íslenzkan togara með slíku
fyrirkomulagi og öðrum þeim kostum, sem nútíma tækni býður
upp á. Og án þess að láta bindast af gömlum fordómum. En
hætt er við að fáir vildu verða fyrstir til að byggja þann togara!
Hvað snertir togvindur í dieseltogara, þá hygg ég, að bezt
sé að hafa þær rafdrifnar. Hafa slíkar rafdrifnar togvindur
verið í notkun í Bandaríkjunum í 17 ár og viðhald þeirra mjög
lítið, en vindur þessar gefa eftir og geta jafnvel snúizt aftur á
bak á sama hátt og gufutogvindur. Er ég þeirrar skoðunar, að
hræðsla manna við þessar togvindur sé ekki á rökum reist.
Kostirnir, sem dieselvélin býður upp á í nýtízku togara, eru
tnargir. Hún kemst þannig af með sinnum minni þunga
af dieselolíu heldur en kolatogararnir af kolum, og það tekur
sex sinnum styttri tíma að koma olíunni um borð heldur en
kolunum. Kolin vilja tæra skipið, en ekki olían. Hreinlætið
er betra og reksturskostnaður minni, en lestarrúmið meira.
Togarakaup eru nú mikið rædd manna á meðal og mikil
þjóðarnauðsyn, að skipaflotinn sé endurnýjaður hið fyrsta.
Verður fróðlegt að sjá, hvernig vélum þau skip verða búin.