Jörð - 01.09.1947, Page 162
160
JÖRÐ
orkuvinnslu, enda notuðu Rússar það eingöngu við tilraunir
sínar í fyrstu. En þá kom dulskeyti fra Ottawa, frá Zabotin
ofursta, sem olli byltingu í framleiðsluaðferðunum. Maður
nokkur að nafni J. S. Bennett, sem fékk harðan refsidóm við
málaferlin í Ottawa, hafði komið nokkrum geysiþýðingarmikl-
um skýrslum og útreikningum í hendur ofurstans. Af því varð
ljóst, að mest vinna liggur í ýmsum undirbúningi, svo sem
vinnslu úraníum-samsætunnar 235.
I>að var þess vegna ákveðið í Moskvu, að hefja tilraunir með
öðrum efnum. Þessar tilraunir hafa borið mikinn árangur, og
hefur tekizt að framleiða fimm áður óþekkt geislavirk efni í
ivudjemskaja. TVö þessara efna hafa verið „smíðuð", þrjú hin
fundizt. Eitt þeirra, protokinium, hagar sér mjög svipað og
úraníum. í samaniburði við úraníum er lítið af því í Sovétríkj-
unum (hlutföllin eru hér um bil 1 : 12). F.n engu að síður
hefur það aðallega verið notað við sprengjuframleiðsluna
undanfarið.
Enginn óviðkomandi veit með vissu, hvort nokkur fullgerð
atomsprenugja hefur komizt út úr efnasmiðjunum í Atomgrad,
en margt bendir í þá átt. Einn hinna rússnesku áhorfenda við
Bikini lét svo ummælt: „Innan langs tíma munum við reyna
okkar eigin atómsprengjur sjálfir," og einn, sem að þessari
grein stendur, hefur talað við þýzkan vísindamann í Kudjems-
kaja, sem staðhæfði, að Rússum hefði tekizt að framleiða atóm'
sprengjur. Rússneska atómsprengjan á meira að segja að vera
fullkomnari en sú ameríska, meðal annars á hún að vera miklu
léttari í meðförum og betra að hitta með henni.
Enda þótt Rússar hafi gert mjög mikilvægar uppgötvanir
viðvíkjandi atómsprengjunni má samt telja það víst, að Banda-
ríkjamenn muni enn um nokkurt skeið standa þeim framar um
sprengjubirgðir. En nú er unnið af kappi að tveim nýjum atóm-
borgum við strönd Kyrrahafsins og þegar þær verða fullgerð-
ar, búast margir við að framleiðslan snúist Rússum í vil.
VÍSINDAMENNIRNIR í Atomgrad fást ekki einungis við
atómrannsóknir. Eitt verkefni þeirra er að fullkomna
kjarnorkuhernaðinn, annað — og margir telja það þýðingar-