Jörð - 01.09.1947, Page 165
JÖRÐ
163
Rannsóknarstöðvar Rússa í Atomgrad og athuganastöðin við
Himalayafjöllin hafa aðeins eitt aðaltakmark: Það á að flnna
aðferð til að eyða rafhleðslu jonosferunnar á afmörkuðu svœði,
svo að hún missi verndarmátt sinn gegn geimgeislunum.
Takist þetta, mun samfelldur, hvítur, tröllaukinn geislastaf-
ur hitta yfirborð Jarðarinnar á þessum ákveðna stað með
.500.000 kilometra hraða a sekúndu. Allt líf, sem geislinn lenti
á, menn, skepnur, plöntur, mundu þurrkast út á svipstundu;
dauðinn yrði sviplegur, hávaðalaus og alger; landslagið mundi
gerbreytast, fljótin þorna upp og ógurlegir landskjálftar fara
yfir. Enginn yrði nokkurn tíma til frásagnar um, hvað skeð
hefði.
Sigurvegarar í geimgeislastyrjöld mundu lítið gagn hafa af
löndum þeim, er þeir sigruðu. Enginn væri þar eftir á lífi til að
greiða skaðabætur og jafnss iðin yrðu þau og Góbieyðimörkin.
Amerískur prófessor í hermálaráðuneytinu hefur skýi't það,
hvers vegna svona vopnum mundi verða beitt þrátt fyrir allt.
Hann sagði: ,,Það er ekki hægt að loka augunum fyrir því, að
íbúar Hiroshima og Nagasaki hurfu aftur til lreimkynna sinna
sólarhring frá því að sprengjurnar féllu. Atómsprengjan var
þess ekki megnug að steindrepa úr Japönum kjarkinn."
Geimgeislastafurinn og hin létta, rússneska atómsprengja í
nógu margfaldri útgáfu ættu að geta haft nægileg áhrif á hugi
fólksins. Alger og svipleg eyðing alls lífs á stórum svæðum er
tnarkmið vísindamannanna í Atomgrad.
Rissið á hinni síðunni
synn- gutuhvolfið og lagskiptingu þess; enn fremur hvað hæst hefur verið farið,
því til rannsóknar, með hinum ýmsu „farartækjum". Neðst er „troposfæran", og
n®r hæsta fjall hnattarins, Everest-fjall, hér um bil upp úr henni. Næst er
••stratosfæran". Neðst í henni eru „klósiga“-ský; þar er og sterkara súrefnis-
afbrigði, er ózon nefnist. Loks er „jonosfæran", neðri og efri hluti. í neðri hlut-
anum eru stjörnuhröp; á takmörkum hlutanna eru norðurljós.
11*