Jörð - 01.09.1947, Qupperneq 166
B. O. B.:
Suður-Slésvíkur-málið
EINS og alkunna er, missti Danakonungur svokölluð her-
togadæmi undan krúnu sinni árið 1864, eftir að Danmörk
hafði beðið ósigur í ófriði við Prússland og Austurríki. Her-
togadæmin höfðu nokkru áður gert misheppnaða tilraun til að
losa sig af eigin rammleik undan Danakonungi og sameinast
Þýzka ríkinu, sem þá var enn all-losaralegt og varð ekki að
harðskeyttri heild fyrr en nokkrum árum seinna, eftir að Prúss-
land hafði fyrst sigrað Austurríki og síðan Frakkland.
„Hertogadæmin" voru tvö: Holstein og Slésvík. Holstein var
frá öndverðu alþýzkt land, en Slésvík, er nær suður að Egðu
(Eider), var í fornöld að norðan danskt, en að sunnan lítt byggt
landamærahérað, skógi fyllt. Þó var mörkin að ryðjast, er sögur
af löndum þessum hófust, og virðist, af staðarnöfnum, húsa-
skipan og ýmsum þjóðháttum að dæma, hafa byggzt aðallega
dönsku fólki. Undarlega flókin og álappaleg saga olli því, að
þetta syð-ta hérað Danmerkur ruglaði reitum sínum æ meir
saman við nágrannahéraðið í suðri, þýzka greifadæmið Hol-
stein, — en það komst jafnframt undir Danakonung og gerðist
þýzkt hertogadæmi í persónusambandi við Danmörk, — unz
aumingja danska fólkið í Slésvík — sem, er fram liðu stundir,
var aðallega almúginn — vissi eiginlega ekkert. hvar það ætti
í raun og veru heima, enda vaknaði þjóðernisvitund alls þorra
Norðu’-álfubúa ekki fyrr en á 19. öld. Þegar Danakonungur
afsa’aði sér einveldi, árið 1848, gerðu Danir loks alvarlega til-
raun til að innbyrða aftur hið gamla danska land, Slésvík eða
Suður-Jótland, en það varð til þess, að Holstein gerði uppreisn
og Slésvík dróst með, enda voru þýzkir menn þar orðið í flest-
um lykilstöðum þjóðfélagsins og allur þorri manna í meiri-
hluta landsins tekinn að tala lágþýzka mállýzku, þó með
danskri setningaskipan.
Er hertogadæmið Slésvík gekk sem óskipt heild undan Dan-
mörku inn í þýzka ríkið, glaðvaknaði samt þjóðerni þeirra