Jörð - 01.09.1947, Side 171
JORÐ
169
Slésvíkur er hin mesta eftirspurn eftir Flensborg Avis. Daglega
berjast gamlir og ungir lágþýzku-mælandi og frísnesku-mæl-
andi menn við að stauta sig fram úr Flensborg Avis og kynnast
þannig smám saman ekki aðeins dönsku máli heldur einnig
dönskum hugsunarhætti og dönsku menningarlífi.
Þá er Flensborg Avis notað beinlínis til dönsku-kennslu við
skóla, því dönskum kennurum hefur verið bannað að flytja
með sér til Slésvíkur kennslubækur í dönsku! Þá er byrjað á
dánartilkynningunum, sem prentaðar eru á báðum tungum.
Og þegar heim er komið, setjast afi og amma við að reyna að
hjálpa börnunum, því að þau kunna enn dálítið í dönsku, þó
að foreldrarnir hafi ekkert lært í henni. Ég get ekki að því gert,
að mér finnst þetta síðasttalda góðs viti.
ÞAÐ ER spurt um, hvort það sé ekki andlegt ofbeldi við lág-
þýzku-talandi börn að senda þau í danska skóla. Hér verð-
ur að gæta þess, að lág-þýzka sú, sem töluð er í Suður-Slésvík, er
mjög í ætt við dönsku, og að frísneskan í vestursveitum fylkis-
ins er mjög blandin dönskum orðurn. „Ég veit ekki, hvað þið
kallið það á dönsku,“ sagði slésvísk bóndakopa um áasúpu, „en
á lág-þýzku köllum við það „Karn‘malksvalling“. Á dönsku heit-
ir það „Kærnemælksvælling“ (rnunar aðeins einu ,,e“); á þýzku
uefnist það „Milchsuppe". Þegar þýzklundaður bóndi í Suður-
Slésvík ætlar að lýsa átakanlega bræði einhvers, þá segir hann:
>»Hann varð eins trylltur og Þjóðverji." Sjálfur hef ég haft um
bundrað nemendur úr Suður-Slésvík á skóla mínum og spurt
fjölda þeirra, hvort þeim veittist auðveldara að læra: danskt eða
þýzkt ríkismál. Margir hafa svaraðr „Dönsku, því við röðum
orðunum á sama hátt og þið.“ Setningaskipunin í þýzku er ger-
ólík.
Suður-Slésvíkur kennari segir: Eftir tvær til þrjár vikur skilja
börnin svo til allt, sem við segjum, og hlusta svo, að unun er að.
Ég fæ ekki betur séð en að allur andi og vani danskra skóla
^Éi ólíkt betur saman við lunderni barna en hinn þýzki. Þau
bunna svo vel við kýmni og léttleika. Þau syngja dönsku söngv-
ana alveg eins og lævirkjar. Mildin danska á betur við þau en
harkan prússneska.