Jörð - 01.09.1947, Side 172
170
JÖRÐ
Hér er því síður en svo um andlegt ofbeldi að ræða, heldur
andlega framrás.
DONSKU messurnar í Suður-Slésvík eru ekki síður sóttar en
skólinn. 5. Maí 1945 voru þrír danskir prestar í fylkinu,
nú tólf. Fólkið krefst þess að fá dansliar messur, en prestarnir
eru slægir eins og höggormar, þó að saklausir séu sem dúfur, og
hafa sinn skammtinn af livoru í messunni: dönsku og þýzku!
FRÁ því fyrir fyrri heimsstyrjöld var farið að halda dönsk
mót á ársfresti hér og þar í Suður-Jótlandi. Stærst þeirra
var mótið í Haderslev árið 1914; á það komu 14000 suður-jótar.
Eftir sameininguna lögðust mót þessi niður, en voru endurvak-
in 1933 í nokkuð breyttri mynd. Hið stærsta milli styrjalda var
haldið 1937 í Suður-Slésvík. Þátttakendur voru um 7000. 23.
Júní 1946 var haldið fyrsta mót frá því fyrir stríðsbyrjun. Gerð
voru 15000 þátttökumerki, en er leið að deginum, fóru menn
að fá liugboð um, að sú tala mundi ekki nægja. Var þá bætt við
4000 „ball“-merkjum. Þátttakendur urðu samt upp undir
50000. Skrúðgangan í Flensborg var hér um bil tveggja stunda
gangur á lengd. Sama dag voru 10000 á dönsku móti í Slésvík-
urborg,1) en um 7000 í Husum í Frísabyggðum.2)
Þjóðverjar ætluðu svo sem að leika sama bragð. Þrjár auka-
lestir voru látnar fara til Slésvíkur-borgar vegna væntanlegrar
þátttöku. Með hinni fyrstu komu 22, 14 með hinni annarri og
með þeirri þriðju komu 7! 300 urðu þátttakendur alls.
OSNINGAR til bœjar- og sveilarfélaga, utan Flensborgar,
IV fóru fram 15. September 1946. Þjóðverjar minntu bændur
rækilega á, að þeir mundu missa markað sinn í Ruhr, ef þeir
kæmust undir Danmörku. Kosningarnar fóru svo, að 40000
greiddu atkvæði með þýzkunr flokkum, en 36000 með flokki
Dana, — þess er bara að gæta, að aðskotafólkið að austan, það er
dvalið hafði 12 mánuði í fylkinu, var látið hafa atkvæðisrétt —
svoleiðis er Jrað nefnilega liaft á Bretlandi! (En þar er heldur
1) Sunnailega í Slésvík; næststærsta borg fylkisins.
2) Vesturhérað fylkisins.