Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 177
JORÐ
175
kvæðagreiðslu, sem færi fram meðan á allri hinni margháttuðu
ólgu stæði, og var því bætt við, að eins og á standi sjái ríkis-
stjórn Danmerkur sér ekki fært að gera neina tillögu um breyt-
ingu á ríkisréttarlegri stöðu Suður-Slésvíkur, — „íbúarnir sjálf-
ir verða að eiga að því frumkvæði, hvort þeir fái aðstöðu til að
neyta náttúrlegs sjálfsákvörðunarréttar síns á því sviði.“
Með þessari einu setningu er dönskum Suður-Slésvíkingum
réttur litli fingurinn. Betur, að þeir taki þá alla höndina. Að
vissu leyti Iiafa þeir þegar gert það. í bréfi til dönsku stjórnar-
innar, 25. September, létu þeir ótvírætt í Ijós fylgi sitt við þjóð-
aratkvæðagreiðslu eftir millibilsástand undir alþjóðlegri, nor-
rænni eða danskri umsjón.
Mér virðist, að tvær þjóðaratkvæðagreiðslur ættu að fara
fram. Hin fyrri sem allra fyrst. Aðeins góðir og gildir Suður-
Slésvíkingar ættu að eiga atkvæðisrétt. Fái danski málstaðurinn
þá meiri hluta, ætti að koma á fót bráðabirgða stjórnarfyrir-
komulagi, helzt sjálfstjórn undir danskri umsjón. Á því tíma-
bili yrðum við að neyta allrar orku til að vinna að mannúðlegri
Iausn á flóttamannavandamálinu. Þegar svo væri komin nokk-
urn veginn kyrrð á, segjum eftir 10—12 ár, færi hin endan-
lega þjóðaratkvæðagreiðsla fram.
I millibilsástandinu undir danskri umsjón nutndu Þjóðverj-
ar njóta að fullu sömu réttinda og Danir. Aftur á móti vita Suð-
ur-Slésvíkingar það af dýrkeyptri reynslu, að undir hvaða formi
af þýzkri stjórn sem vera skyldi fengju jreir ekki að njóta frjálst
sjnnar eigin vildar. T. d. er þegar tekið að bera á tilhneigingu
úl að dreifa dansksinnuðum Suður-Slésvíkingum út um allt
Þýzkaland með hjálp vinnumiðlunarstofnana, sem flóttafólkið
stendur fyrir.
En setjum svo, að Suður-Slésvíkingar samjrykktu ekki, er þeir
■'efðu fengið góðan umhugsunartíma, að hverfa aftur til Dan-
uierkur, — væri Jrað þá ekki óbærileg skömm fyrir okkur, að fá
svo skýlaust kveðið upp úr um það, og betra að hafa látið allt
*syn t liggja? Ekki fæ ég séð Jrað. Sá, sem gert hefur skyldu sína,
þarf aldrei að skammast sín, hver svo sem útkoman verður. Aft-
Ur á móti komumst við ekki hjá því, ef við, af ótta við að gera
Þjóðverjum órétt, bregðumst því að gera rétt okkar eigin fólki.