Jörð - 01.09.1947, Side 194
192
JÖRÐ
fórnað lífshamingju sinni og annarra og haldið, að þeir þyrftu
að stelast til að njóta — stelast í að stela----það er eftir allt
saman vilji Guðs svo á Jörðu sem á himni, — aðeins á að þiggja
það af föðurlegri mildi HANS, sem er „stærri en hjarta vort“
(I. Jóh.) — læra að þekkja Sonarrétt sjálfs sín: að maðurinn er
erfingi alls — að því skapi, sem kærleikur sjálfs hans hrekkur
til. Kœrleikurinn er „hið fullkomna lögmál frelsisins" í ríki
„hins nýja sáttmála", sem er hinn eiginlegi vilji Guðs svo á
Jörðu sem á himni.
— Til kaupendanna
(Framhald a£ bls. 188.)
það því harðar niður á útgáfunni sem
heftin cru færri. Það er því óhjá-
kvæmilegt að hækka verðið á ritinu og
leyfi óg mér að vænta, að það fæli
engan drengilegan áskrifanda frá
henni — og það því síður, sem JÖRÐ
hefur verið ódýrasta tímaritið jafn-
framt því að vera það, er mestu kost-
aði til ritlauna, mynda og útlits.
Ég kveð yður svo, kæri áskrifandi, í
því trausti, að JÖRÐ fái ekki síður
fyrir þessu að njóta áfram viðskipt-
anna við yður og að þér gerið svo vel
að sýna henni þá mikilvœgu nærgætni,
að draga hana ekki á áskriftargjaldinu,
þegar þér verðið var við innheimtu
hennar, heldur gerið henni miklu
JÖRÐ sýnd viðurkenning.
JÖRÐ hefur verið sýnd sú viðurkenning í tilefni af Norðmanna-heftinu 1941
og Danmerkur-heftinu 1945, að ritstjórinn hefur verið sa'mdur Ólafs-helga-
medalíunni og Frelsismcdalínu Kristjáns konungs hins tíuniia.
fremur þann ómctanlega greiða að
senda afgreiðslunni áskriftargjaldið
áður en nokkurrar innheimtu verður
vart.
Ef hefti tapast á leiðinni til yðar,
hið eg yður gera afgreiðslunni viðvart,
og verður yður þá sent annað, yður að
kostnaðarlausu. Einnig er áríðandi, að
þér gerið svo vel að tilkynna það af-
greiðslunni, ef þér breytið nm heim-
ilisfang.
í Guðs friði.
Virðingarfyllst.
Vðar einlægur,
Iijörn O. lijörnsson.
Er öryggi áslenzkra svcitalieimila lokið?
Ránsförin að Auraseli markar nýtt og ef til vill örlagaríkt spor i sögu íslenzks
þjóðlífs.