Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1930, Side 84

Eimreiðin - 01.10.1930, Side 84
388 DR. ANNIE BESANT EIMREIÐIN þýðuskólum vorum, hvað viðvíkur lækniseftirliti um heilsufar barna og læknishjálp í sambandi við skólaeldhús. Það var dr. Besant, sem fyrst vakti almenna kröfu um þetta og neyddi yfirvöldin til að hefjast handa. Og hún gerði meira. Hún vann annað verk, sem hafði víð- tækar afleiðingar. Vinna sú, sem unnin var fyrir skólana, var þannig launuð, að starfsmenn þeirra Iifðu við sultarkjör. Dr. Besant fékk þessu öllu breytt með því að fá skólastjórn Lundúnaborgar til að taka þau ákvæði upp í samninga sína, að öll vinna, sem hún hefði yfir að ráða, skyldi vera lagalega vernduð, hvað vinnutíma og kaupgjald snerti. Afleiðingarnar af þessari ákvörðun náðu langt út fyrir starfssvið skólastjórn- arinnar. Alstaðar var farið að berjast fyrir því, að allir samn- ingar við skólastjórnir og aðrar stjórnir skyldu hafa sömu ákvæði. Dr. Besant var því brautryðjandi fyrir verkalýðshreyf- inguna í þessu atriði. Vegna þess að þetta varð víða að reglu í samningum við hið opinbera, reyndist það ómögulegt að halda áfram að launa verkafólk jafn lágt og verið hafði*. A unga aldri var Annie Besant mjög trúhneigð. Segir hún frá því í æfisögu sinni, að hún hafi þráð að verða líknar- systir, útiloka sig frá heiminum og gefa líf sitt guði. Árið 1862 var hún fermd í París og lifði þá meir í öðrum heimi en þessum. Tilfinningalíf hennar var óvenju viðkvæmt og ríkt — og til að svala ósegjanlegri þrá sinni eftir kærleika Krists, lagði hún á sig föstur, bænahald og jafnvel líkamlegar pyntingar. Var trú hennar barnsleg og einföld, og hafði henni aldrei til hugar komið efi um það, sem henni hafði verið kent. Nokkrum árum seinna kemst hún að því, að guðspjöllun- um ber ekki saman. Var það upphaf efa, baráttu og sálar- kvala. Trúin á óskeikulleik biblíunnar, útskúfunarkenningin og blóðfórnarkenningin féllu í þeirri baráttu. Fyrsta ritið, sem út kom um trúmál eftir Annie Besanf, var: »Er biblían óskeikul?« Síðan komu fleiri árásarrit á kenningakerfi kirkjunnar. Árásum hennar var ekki beint að kjarna kristindómsins, heldur að öllu því hrófatildri, sem hlað- ist hafði utan að honum gegnum aldirnar. »Um eðli og tilveru guðs« hét smárit eitt, sem út kom
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.