Eimreiðin - 01.10.1930, Page 105
eimreiðin
Frá landinu helga.
Ekkert land í veröldinni er eins auðugt að minningum eins
°2 Gyðingaland, að minsta kosti í hugum kristinna manna.
Landið hefur til skamms tíma átt það sammerkt við vora
eigin ættjörð, að varðveitast því nær óbreytt öldum saman.
Áhrifa vestrænnar menningar hefur ekki gætt þar fyr en nú
síðustu áratugina. Og jafnvel þótt vélaorkan sé nú að ryðja
úr vegi alda gömlum atvinnuháttum, bifreiðar og eimvagnar
að koma í stað úlfaldans og asnans, nýtízku landbúnaðarvélar
í stað plóganna gömlu, sem uxum var beitt fyrir, helst hjarð-
lífið enn óbreytt í landinu helga eins og það var á dögum
Abrahams og á fyrstu öld kristninnar. Tvær aðalstéttir lands-
ins af þremur lifa enn þann dag í dag mestmegnis af sauð-
fjárrækt. Bedúínarnir lifa flökkuiifi, dvelja í tjöldum og ferð-
ast um með hjarðir sínar, en þó eru það einkum fel/aharnir
eða bændurnir, sem stunda sauðfjárræktina öllum öðrum at-
vinnuvegum fremur. Fjárhirðar eru því eins algengir á Betle-
hemsvöllum í dag eins og þeir voru fyrir 2000 árum. Og það
er engin tilviljun, hve heilög ritning er auðug að frásögnum
úr lífi hjarðmanna, og hve mikið er þar um líkingar sóttar í
þann atvinnuveg. Alt Gamla- og Nýja-testamentið er fult af
þessum líkingum, og nægir að minna á 23. sálm Davíðs, —
sem er frá upphafi til enda líkingarmál, tekið úr daglegu lífi
fjárhirðanna, — og sumar líkingar Krists. Klæðnaður fjár-
hirðanna er svipaður enn í dag eins og hann var fyrir ár-
þúsundum: Hvít bómullarskikkja með belti um mittið. Og
sumir bera enn »klæðnað úr úlfaldahári og leðurbelti um
lendar sér« eins og ]óhannes skírari í óbygðum Júdeu. Þegar
Davíð var að gæta sauða föður síns í Betlehem, hafði hann
með sér staf, slöngu og smalatösku, skreppuna, sem hann
geymdi í steinana til að hæfa með risann Golíat, svo hann
féll, þótt hann væri »á hæð sex álnir og spönn betur*. Smal-
arnir í Gyðingalandi bera þessi sömu áhöld enn í dag. Staf-