Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 53
ARNA H. JONSDOTTIR
framförum, þroskast og dafna, en einnig viö að verða vitni að gleði þeirra og lífs-
hamingju. Leikskólakennari orðaði það svo:
Þegar maður finnur að þau eru glöð með það sem maður er að gera fyrir þau ...
þessi áhugi og lífsneisti og ef einhver verkefni hafa gengið ofsalega vel og mað-
ur er stoltur af... eins og það sem þau gerðu í skólahópnum þar sem þau unnu
, úr ferð í Náttúrugripasafnið ... ef maður finnur svona þessa áþreifanlegu gleði.
Sambærilegar lýsingar komu fram hjá flestum viðmælendum í öllum starfshóp-
um. Það dró á hinn bóginn úr starfsánægjunni ef ekki náðist árangur og börnin voru
leið og döpur eða ef þau sýndu ekki framfarir.
Akveðnir þættir lágu að baki eða höfðu áhrif á skynjun starfsmannsins á árangri.
Þar skiptu miklu hugsjónir viðkomandi en einnig hæfni hans og tilfinning fyrir að
vera við stjórnvölinn í starfinu. Mikilvægt var að hann réði við viðfangsefnið og ynni
á grundvelli eigin sannfæringar en stjórnaðist ekki af sannfæringu annarra eða ytri
aðstæðum. Miklu skipti einnig staðfesting annarra aðila á árangrinum, aðallega for-
eldra og samstarfsfólks, en ekki síður að staðfesta árangurinn sjálfur með mati á
frammistöðu og starfsaðferðum. Tilgangur matsins var að skynja og skilja hvað lá að
baki persónulegum árangri í starfinu með börnunum. Við að meta starf sitt með þess-
um hætti sagðist starfsfólk læra mest og verða hæfara. Margir leikskólakennarar og
leiðbeinendur lýstu eftir vettvangi innan leikskólans til að íhuga og meta störf sín og
starfsaðferðir og það sama gerðu aðstoðarleikskólastjórar og deildarstjórar. Fram
kom á hinn bóginn ánægja hjá starfsfólki þegar þess háttar umræður fóru fram, ým-
ist formlegar eða óformlegar, í litlum eða stórum hópum, innan leikskóla eða deildar.
Athygli vakti að millistjórneiTdur, þ.e. aðstoðarleikskólastjórar og deildarstjórar,
nefndu yfirleitt fyrst af öllu ánægju vegna persónulegs árangurs í starfinu með ein-
stöku barni eða barnahópnum. Árangur eða starfsánægja á grundvelli starfa sinna
sem stjórnendur hinna fullorðnu var nefnd síðar og oft ekki. Ýmislegt sem tengdist
þeim störfum dró reyndar fremur úr starfsánægju stjórnenda en jók hana. Þarna
þurfti ég að taka á fyrirfram gefnum hugmyndum sem ég hafði með mér inn í leik-
skólana. Eg hafði gert ráð fyrir að millistjórnendur litu ekki síður til árangurs í
stjórnunarhlutverkinu en í starfi sínu með börnunum.
Nýútskrifaðir deildarstjórar
Það sem kom á óvart voru þær hremmingar sem sumir nýútskrifaðir leikskólakenn-
arar, sem tóku að sér deildarstjórn, sögðust hafa gengið í gegnum í upphafi starfsfer-
ils síns. Þessa reynslu tjáðu leikskólakennararnir eftir nokkurt hik og ein var í
miklum vafa um hvort þessi reynsla væri þess eðlis að segja ætti frá henni. Þær
höfðu komið tilbúnar til að starfa með börnunum en fannst þær fá starfsfólkið og
foreldrana „í fangið". Ein þeirra lýsti reynslu sinni þannig:
Það kom mér alveg ofsalega mikið á óvart í vor hvað ég þurfti mikið að
stjórna á deildinni. Það var allt öðruvísi en ég bjóst við ... mér fannst ég fá
deildina í fangið, það var ofsalega mikið sjokk.
Þessi deildarstjóri var í leikskóla þar sem voru opinská tjáskipti og mikil um-
ræða um markmið og starfsaðferðir og komst fljótt yfir áfallið. Önnur var lengur að
51