Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Page 89

Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Page 89
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON an hátt muninum á tveimur meginviðhorfum til inntaks lífsleiknikennslunnar. Þótt talsmenn holdtekinnar lífsleikni hafi einatt sterkari skoðanir á kostum og göllum til- tekinna kennsluaðferða en boðendur hinnar beinaberu þá er holdtekna lífsleiknin ekki siðferðileg formhyggja. Skilsmunurinn er fremur sá að samkvæmt holdtekitu lífsleikninni eru dygðirnar sem sú beinabera vill kenna of þröngar, óskýrar eða jafn- ■vel - sem meintar sammannlegar dygðir - hrein mýrarljós þar eð engar slíkar dygð- ir eru til. Holdtekna lífsleiknin er þannig hópbundin inntakshyggja en ekki sammannleg; talsmenn hennar vilja í raun stíga feti framar en beinabera lífsleiknin með því að kenna fleiri og efnismeiri dygðir, jafnvel þótt þær höfði aðeins til tiltek- ins hóps hér og nú. Þetta þýðir hins vegar að fylking þeirra sem svara kalli hold- teknu lífsleikninnar er miklu sundurleitari en hinna sem fylgja þeirri beinaberu því innan raða hinnar fyrrnefndu er að finna afar ólík sjónarmið um það hvaða dygðir eigi að kenna. Hér verður greint á milli þriggja höfuðsjónarmiða um það efni: trúar- legrar bókstafshyggju, pegnskaparmenntunar og frelsunaruppeldisfræði (sem meðal ann- ars felur í sér svokallaðan gagnrýninn póstmódernisma). Orðið „bókstafstrú" er nú á dögum einatt lagt að jöfnu við „trúarofstæki" en sá skilningur liggur ekki að baki hugtaksins trúarlegrar bókstafshyggju hér. Fremur er átt við þá sannfæringu margs trúaðs fólks að staðföst og sjálfri sér samkvæm siðaskoð- un dafni aðeins í forsælu trúarvissu. „Ef Guð er ekki til þá er allt leyfilegt", eins og það er stundum orðað í anda Dostojevskís. BókstafshyggjuíóYkmu þykir vatnsbragð að beinaberu lífsleikninni af tveimur ástæðum: a) hún geri ráð fyrir almennum sið- ferðisgildum en hafni hugmyndinni um nauðsyn algóðs og almáttugs löggjafa, sem aftur grafi undan almennu gildunum, og b) hún gefi til kynna að endanleg sáluhjálp mannsins sé kleif utan trúarlegs samfélags (sjá t.d. Hauerwas 1975; Dykstra 1981). Þegnskaparmenntun („civic education") er flóknari og innbyrðis ósamstæðari hugsjón. Þetta hugtak hefur á síðari árum verið viðhaft sem samheiti um ýmis sið- ferðisgildi er bæði hefðbundnir frjálslyndissinnar (líberalistar) og íhaldsmenn hafa í hávegum og vilja að njóti atlætis í skólum. Lykilhugmyndin er sú að „við" búum nú einu sinni í vestrænum lýðræðisríkjum, þau ríki hvíli á siðferðilegum grunni sem við flest teljum að sé traustur og óbrotgjarn og að þessi skoðun okkar hljóti að endur- speglast í inntaki og (að einhverju leyti) aðferðum lífsleiknikennslu í skólum. Það sem kenna skal, öðru fremur, eru hinar lýðræðislegu dygðir á lýðræðislegan hátt; dygðir á borð við umburðarlyndi, sjálfræði/sjálfstjórn, sátt við málamiðlanir og meirihlutavald, gagnrýna hugsun og virðingu fyrir eignarrétti og málfrelsi. Að svo miklu leyti sem talsmenn þegnskaparmenntunar úr röðum frjálslyndis- sinna krefjast efnismeiri, rótfastari og hópbundnari dygða en beinabera lífsleiknin útheimtir mætti ætla, við fyrstu sýn, að krafa þeirra væri steinkast úr glerhúsi. Al- gengasta gagnrýnin á gæðahugtak frjálslyndishyggjunnar er nefnilega sú að það sé of efnisrýrt og loftkennt, samanborið til dæmis við hið „þykka" gæðahugtak Aristótelesar (Nussbaum 1990; 1992; sjá samantekt hjá Kristjáni Kristjánssyni 2000a). Frjálslyndissinnar nútímans eru þekktir fyrir að vilja meina ríkisvaldinu að boða „til- tekin, fyrirfram gefin lífsgildi" (Sigríður Þorgeirsdóttir 1999:80), þar á meðal í ríkis- skólum, enda sé þá verið að skyggja hlut einhverra annarra hinna óendanlega mörgu jafngildu lífskosta sem einstaklingar geti sniðið sér stakk eftir. Sú frjálslyndis- 87
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.