Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Side 92

Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Side 92
LÍFSLEIKNI Í SKÓLUM að siðferðið sé á endanum trúarlegt og sáluhjálp ekki möguleg án guðlegs hjálpræð- is, en þessi löggjöf endurspeglast að mjög litlu leyti í lýsingunni á lífsleikni sem kennslugrein. Frelsunaruppeldisfræðin greinir sig enn skýrar frá beinaberu lífsleikninni en nokkurn tíma þegnskaparmenntunin. Þar er fráleitt gefið undir fótinn hugmynd um að til kunni að vera beinaberir mannkostir sem séu nauðsynlegt, en ekki nægilegt, viðfang lífsleikni; allt tal um sammannlegar dygðir er, þvert á móti, afgreitt sem dæmi um (vestræna) kúgun og yfirdrottnun. Þekktasta tegund frelsunaruppeldis- fræði allar götur frá miðjum níunda áratug 20. aldar er svokallaður gagnrýninn póst- módernismi sem smám saman þróaðist upp úr léttúðugri póstmódernisma áttunda áratugarins. Ahersla gagnrýna póstmódernismans er á pólitíska vitund og virkni sem reist er á hugmyndinni um „breytileika og frábrigði á öllum sviðum lífsins" (Nash 1997:113). Útkoman er mun róttækari fjölhyggja og frábrigðafræði en tals- menn frjálslyndrar fjölhyggju hefur nokkurn tíma dreymt um (Kristján Kristjánsson 1998). Að svo miklu leyti sem tal um sameiginlegar dygðir og sjálfsskilning hefur einhverja merkingu - en er ekki bara lævíslegt drottnunartæki - þá er það í afmörk- uðum menningarkimum þar sem smæðin leyfir vissa samkennd og samvitund (West 1993). „Menningarkimi" vísar hér til samfélagshópa á borð við samkyn- hneigða, heyrnarskerta eða þeldökka, að minnsta kosti á tilteknum landsvæðum. Þar sem allur sammannlegur skilningur milli menningarkima er ókleifur hlýtur meginverkefni lífsleiknikennslu að vera að greina hin hópbundnu gildi og miðla þeim til þeirra sem falla innan viðkomandi kima. Áhorfsmál er að hve miklu leyti er talið unnt og eftirsóknarvert að skýra gildi eins menningarkima fyrir öðrum. Þegar vel liggur á póstmódernistum eru þeir vísir til að stagast á nauðsyn þess að kenna öðrum að þekkja og virða „okkar" gildi - og öfugt - í fjölhyggjusamfélögum nútím- ans, en í næstu andrá eru þeir teknir að efast um að slík fræðsla svari kostnaði. Þar sem enginn mannlegur samnefnari sé til geti hvort eð er enginn lært að skilja, hvað þá meta, gildi annars fólks. Slíkt fólk sé og verði ætíð ógagnsæir Aðrir (með stóru A). Það lífsleiknirit úr smiðju frelsunaruppeldisfræði sem sárast hefur bitið á síðustu árum er bók Roberts J. Nash, Answering the „Virtuecrats" (1997). 1 næsta hluta ritgerð- arinnar ætla ég að þreifa á gagnrýnisbroddum bókarinnar. Þeir eru skýrir og verð- skulda skilmerkileg svör. Uppbyggilega hliðin á bókinni er hins vegar meiri ráðgáta en svo að ég fái lesið í af nokkru viti. í fyrra lagi er bókarheitið afar villandi, sérstak- lega hallmælið „siðapostular" („virtuecrats"), þar sem Nash sjálfur birtist í bókinni sem siðapostulinn holdi klæddur, postuli er reynir undir drep að koma á framfæri eigin sið. I síðara lagi eru þær holdteknu dygðir sem hann boðar ósamstæðar, svo að ekki sé meira sagt. Hann leggur þannig bæði til að við ræktum hjá börnum frjáls- lynda „lýðræðishneigð" og skilning á hinum póstmódernísku sannindum að öll þekking sé ósammælanleg, óræð og óbjargföst (Nash 1997:11). Til að koma böndum á hugsun Nash mætti ætla að hann vildi færa að því rök að óslitinn þráður lægi frá hinu þunna gæðahugtaki pólitískrar frjálslyndisstefnu yfir í trosnað, margþráða hugtak póstmódernismans (sbr. t.d. Kristján Kristjánsson 1998; 2000a). En Nash er ekki á þeim buxunum; þvert á móti gyllir hann á sama tíma altækar frjálslyndishug- sjónir um meirihlutavald, frelsi og jafnrétti, sem talsmenn þegnskaparmenntunar 90
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.