Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Side 94

Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Side 94
LÍFSLEIKNI í SKÓLUM clarification"), sem snerist um að hver einstaklingur gerði sér grein fyrir persónuleg- um gildum sínum og kæmi samkvæmum skikk á þau, óháð inntaki (Raths, Harmin og Simon 1962; Simon, Howe og Kirschenbaum 1972), og þroskakenningu Kohlbergs (1981) er einbeitti sér að ferli siðferðisþroska upp ákveðin sammannleg þrep. Hvor- ug þessara kenninga var dygðamiðuð og skera þær sig þannig jafnt frá beinaberu sem holdteknu lífsleikninni. Nauðsynlegt er að slá nokkra frekari varnagla við þess- ari einfölduðu mynd hér að ofan og skýra hana betur: a) Inntakshyggja felur ekki í sér að form eða aðferð sé einbert aukaatriði. Til dæmis álíta boðberar þegnskaparmenntunar (og raunar einnig sumir beinaberir lífs- leiknisinnar) að það sé satt í reynd að skilningur á tilteknum dygðum náist ekki nema fylgt sé tilteknum aðferðum; nemendur fái til dæmis aldrei neinn gáning á lýðræð- isdygðum nema í gegnum gagnrýna hugsun og lýðræðislega umræðu í skólastof- unni. Engu að síður er áhersla þegnskaparmenntunar á miðlun ákveðinna efnislegra dygða og í því liggur skilsmunur hennar og hugmyndar formhyggjumanna á borð við Kohlberg um lýðræðismenntun, en Kohlberg básúnaði, sem frægt er, að rækt við dygðir í skólum, sem hann kenndi við „bland í poka"-kennsluaðferð, fæli í sér and- stöðu við lýðræðið og háskalega innrætingu. Hann virðist þó seint á lífsleiðinni hafa fráhverfst þá skoðun að dygð væri aukaatriði í siðferðiskennslu (sjá Kilpatrick 1992:92). b) Rækt við hópbundnar dygðir er ekki nauðsynlega ávísun á siðferðilega af- stæðishyggju. Bókstafstrúarfólk telur yfirleitt að þess eigin trúarbrögð og siðferðis- gildi ættu, ef vel væri, að ná til allrar heimsbyggðar. En þar til sú stund rennur upp álítur það að kenna skuli félögum úr eigin trúarhópi eigin siðferðisgildi. Sama gild- ir um þegnskaparmenntun, byggða á altækum frjálslyndishugsjónum: Frjálslyndis- sinnar sem trúa á slíkar hugsjónir sjá lýðræðið sem einu siðlegu (bestu eða a.m.k. ill- skástu) stjórnskipunina er smám saman muni breiðast út um veröld alla. Hópbund- in gildi þeirra hér og nú eru því ekki afstæð í heimspekilegri merkingu. En þar til lýðræðið hefur skotið rótum alls staðar telja þeir að vestræn lýðræðisríki eigi að varða veginn með því að gera þegnskaparmenntun að leiðarhnoða lífsleiknikennslu. Hér greinist altæk frjálslyndisstefna aftur frá hinni pólitísku í anda Rawls er gerir ráð fyrir að ætíð kunni að verða til ólýðræðisleg ríki sem engin fullgild siðleg rök vinni á svo lengi sem þau tryggi íbúum sínum lágmarksmannréttindi, herji ekki á önnur ríki né veiti hryðjuverkamönnum skjól (Rawls 1993). I slíkum ríkjum yrði þegnskap- armenntun því aldrei kjarni lífsleikni. Hugmynd gagnrýna póstmódernismans um varanlegt afstæði er að þessu leyti samstiga hugmynd Rawls en stangast á við tíma- bundna afstæðishugmynd þegnskaparsinna. c) Hreyfing þeirra sem boða heimspeki með börnum (Lipman 1991; Matthews 1994) er ögn utangátta í yfirlitsmyndinni að framan. Sérstaðan felst í því að talsmenn þessarar hreyfingar hafa ekki mestan áhuga á lífsleikni sem slíkri heldur ákveðinni heimspekilegri umræðuaðferð („samræðufélagi") sem vissulega eigi heima í lífs- leikni hvar sem er (sammannleg formhyggja), en þó ekkert frekar þar en í öðrum námsgreinum, og efli ekki aðeins siðferðisþroska heldur bæti árangur í öllu námi (Hreinn Pálsson 1992). Sumir talsmenn heimspeki með börnum hafna þó siðferði- legri alþjóðahyggju og nálgast þá fremur hugmyndir gildagreiningar sem hópbund- 92
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.