Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Side 98

Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Side 98
LIFSLEIKN SKOLUM sem Kohlberg sjálfur hefði getað skrifað þegar hann var upp á sitt besta (1991, kafli 12). Sá sem héldi því fram að Lickona kysi „gagnrýnislaust samþykki við fyrirfram reiddum sannindum" (Kohn 1997:160) væði krap. Jafnvel Kilpatrick, sem hefur meiri vara á sér gagnvart samræðutímum í siðfræði - er hann óttast að geti breyst í „hnútukast" (1992:16) eða marklausan samkvæmisleik - hnykkir iðulega á því að samræðuaðferðin geti verið „gagnlegt kennslutæki" ef hún er notuð á skynsamleg- an hátt sem hæfir aldri barnanna (88). Það að vefengja dygðirnar er eitt; það að bolla- leggja á uppbyggilega vegu um gildissvið þeirra og hagnýtingu er annað (239). Hér mætti til áréttingar nefna að þótt ekki sé ástæða til að vefengja gildi dygðar á borð við áreiðanleika þá kunni besta leiðin til að ljá nemendum sýn á þýðingu hennar að vera sú að fá þá til að ræða um hvernig mannlegt samfélag liti út ef slík dygð væri ekki almennt virt. Kilpatrick er ekki líklegur til þess, hvað þá Lickona, að fetta fing- ur út í þá þörfu áminningu úr íslensku námskránni að málefnaleg umræða um sið- ferðileg gildi og lífsskoðanir „þroskar dómgreind nemendanna og eykur þeim víð- sýni" (Menntamálaráðuneytið 1999b:7). Almennt talað sýnist mér það merki um fræðilegt offors að tefla tamningu og rökhugsun, lífsgildaboðun og sjálfræðisrækt, fram sem ósættanlegum andstæðum. Við ættum að minnast þess hvað Dewey sagði á ævikvöldi um slíka annaðhvort-eða uppeldisfræði. Vitaskuld þurfa börn á að halda „frumþjálfun í dygðum og það er sjálfu sér ósamkvæmt að finna að því að slíkt feli í sér óréttmæta innrætingu" (McLaughlin og Halstead 1999:149). En vitaskuld þurfa þau líka á að halda þjálfun í siðlegri rökhugsun og samræðulist svo að þau geti smám saman öðlast eigið siðvit. Við þörfnumst sem oftar hinnar vinnusömu, jarðbundnu Mörtu jafnt sem hinnar skapandi, andríku Maríu - og beinabera lífsleiknin virðist skapa svigrúm fyrir báð- ar. En um leið hljótum við að minnast þeirra sanninda Platóns að þótt frjó, siðferði- leg umræða leiði (vonandi) oftast til niðurstöðu sem er siðlega rétt þá verður niður- staðan ekki rétt fyrir þá sök eina að hún spretti af slíkri umræðu. Sigríður Þorgeirs- dóttir virðist ekki gera ráð fyrir þeim kosti í ritgerð sinni (1999) að nemendur geti til dæmis í umræðutíma komist að þeirri niðurstöðu að í lagi sé að leggja barn í einelti ef það er úr sveit og af því sé fjósalykt. Né heldur virðist hún átta sig á því, sem Lic- kona og Kilpatrick myndu hins vegar gera, að við slíkar aðstæður þurfi umræðu- stjórnandinn - kennarinn - að grípa inn í samræðurnar og segja að niðurstaðan sé því miður siðlega röng. d) Að lokum má nefna, í framhjáhlaupi, að þegar gagnrýnir póst- módernistar átelja beinaberu lífsleiknina fyrir skort á skynsemisrækt þá koma hall- mælin úr hörðustu átt því að póstmódernistar fordæma, öðrum stundum, sjálft skynsemishugtakið er hallmælin velta á sem merki um úrelta „rökmiðjuhyggju". Andmæli 3: Dygðirnar sem beinabera lífsleiknin hampar eru einstaklingsmiðað- ar, ófélagslegar og (þar með) íhaldssamar í pólitískum skilningi. Dygð er eignuð ein- staklingum en um leið rofin úr félags-/menningarlegu samhengi (Purpel 1997:143). Löstur er talinn persónulegur brestur en ástæðna hans ekki leitað í félagslegri, efna- hagslegri eða pólitískri formgerð samfélagsins; siðbót er skilgreind svo að einstak- lingurinn taki sig á fremur en að samfélaginu sé breytt. Að loknum þessum sameig- inlegu andmælum skiptir leiðum með holdteknu lífsleikninni: Þegnskaparsinnar leggja til uppeldi dygðugra lýðræðisþegna (Callan 1997:3); gagnrýnir póstmódern- 96
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.